Lagið ber heitið Restless og að laginu koma krakkarnir í Sísý Ey auk Unnsteins Manuels, í hljómsveitinni Retro Stefson.
Lagið er síðbúinn sumarsmellur að sögn Elísabetar Eyþórsdóttur, söngkonu í Sísý Ey.
„Við erum svo þakklát fyrir frábærar móttökur á fyrsta laginu okkar, Ain‘t got nobody, að við ætlum að gefa þetta lag, sem heitir Restless,“ segir Elísabet.
„Svo fylgja tvö ný lög í kjölfarið, þannig að það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Elísabet jafnframt.