Poppstjarnan Rihanna og breska tískukeðjan River Island kynna til leiks aðra fatalínu söngstjörnunnar.
Að þessu sinni var Rihanna innblásin af hermannamynstrum í bland við íþróttalegan götufatnað. Fatalínan er ögrandi og hentar Því kannski ekki öllum. Rihanna þorir að ganga um í magabolum og stuttbuxum, en það eru ekki allir sem gera það, segir talsmaður breska Vogue.
Óvíst er hvort Rihanna komi á tískuvikuna í London sem verður haldin 13.-17 september til þess að kynna línuna eins og hún gerði fyrr á árinu. Fatalínan kemur í búðir River Island 12. september næstkomandi.
Fatalína Rihönnu sýnir mikið hold
