Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann ætli sér að halda áfram þjálfun liðsins. Hann hefur komið liðinu á stórmót í tvígang.
„Hann hefur lagt höfuðið í bleyti og ætlar að hugsa málið næstu daga,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ.
„Við gáfum honum einhvern tíma til umhugsunar en það má helst ekki vera of langt. Sigurður [Ragnar Eyjólfsson] er núna staddur í sumarfríi erlendis og ætlar að svara okkur von bráðar.“
„Þetta kemur vonandi í ljós í lok þessara viku eða byrjun þeirra næstu.“
Íslenska kvennalandsliðið komst alla leið í 8-liða úrslit á Evrópumótinu sem fram fór í Svíþjóð í júlí. Sigurður Ragnar hefur verið með liðið síðan í desember árið 2006 og hefur því verið með liðið í tæplega sjö ár. Von er á ákvörðun frá honum á næstu dögum.
Von er á ákvörðun um framhaldið
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn