Harðjaxlar enduheimta orðspor sitt Sara McMahon skrifar 15. ágúst 2013 12:00 2 Guns var frumsýnd hér á landi í gær. Eins og kunnugt er orðið leikstýrði Baltasar Kormákur myndinni. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin heitir 2 Guns og skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og halaði inn um 3,6 milljörðum króna á opnunarhelgi sinni, sem er frábær árangur. „Þetta er auðvitað frábært. Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. Engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum,“ sagði Baltasar, spurður um árangur myndarinnar af blaðamanni Vísis fyrr í mánuðinum.Snúa bökum saman 2 Guns er byggð á samnefndri röð teiknimyndabóka eftir teiknimyndahöfundinn Steven Grant. Söguþráður myndarinnar segir frá tveimur lögreglumönnum, Bobby Trench og Marcus Stigman, sem villt hafa á sér heimildir í þeim tilgangi að komast inn í innsta hring harðsvíraðra glæpasamtaka. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá Trench og Stigman til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og koma glæpaforingjanum á bak við lás og slá, er að snúa bökum saman. Með hlutverk Trench og Stigman fara Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með önnur hlutverk fara Paula Patton, Bill Paxton, Fred Ward og James Marsden. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Wahlberg og Baltasar vinna saman, en þeir unnu einnig saman við gerð Contraband, endurgerðar íslensku myndarinnar Reykjavík, Rotterdam. Þetta mun einnig vera í annað sinn sem Washington og Patton leika saman í kvikmynd, en þau léku hvort á móti öðru í spennumyndinni Déjà vu frá árinu 2006. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin heitir 2 Guns og skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og halaði inn um 3,6 milljörðum króna á opnunarhelgi sinni, sem er frábær árangur. „Þetta er auðvitað frábært. Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. Engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum,“ sagði Baltasar, spurður um árangur myndarinnar af blaðamanni Vísis fyrr í mánuðinum.Snúa bökum saman 2 Guns er byggð á samnefndri röð teiknimyndabóka eftir teiknimyndahöfundinn Steven Grant. Söguþráður myndarinnar segir frá tveimur lögreglumönnum, Bobby Trench og Marcus Stigman, sem villt hafa á sér heimildir í þeim tilgangi að komast inn í innsta hring harðsvíraðra glæpasamtaka. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá Trench og Stigman til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og koma glæpaforingjanum á bak við lás og slá, er að snúa bökum saman. Með hlutverk Trench og Stigman fara Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með önnur hlutverk fara Paula Patton, Bill Paxton, Fred Ward og James Marsden. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Wahlberg og Baltasar vinna saman, en þeir unnu einnig saman við gerð Contraband, endurgerðar íslensku myndarinnar Reykjavík, Rotterdam. Þetta mun einnig vera í annað sinn sem Washington og Patton leika saman í kvikmynd, en þau léku hvort á móti öðru í spennumyndinni Déjà vu frá árinu 2006.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira