Hasar, drama og teikningar Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2013 06:00 Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Helgi Björnsson og Kristbjörg Kjeld eru meðal leikenda. Hross í oss er kvikmynd í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, en hún verður frumsýnd miðvikudaginn 28. ágúst næstkomandi. Myndin er grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.Myndin hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni San Sebastián í september. Myndin mun keppa í aðalkeppni hátíðarinnar.Sama dag er kvikmyndin Elysium frumsýnd, en hún skartar Matt Damon í aðalhlutverki. Árið 2154 eru til tvær stéttir manna; mjög auðugt fólk sem býr í geimstöðinni Elysium og svo hinir sem búa á yfirfullri Jörðinni, sem er öll í rúst.Percy Jackson: Sea of Monsters er heitið á annarri myndinni sem gerð er um ævintýri sonar gríska sjávarguðsins Póseidons, en hún er sjálfstætt framhald myndarinnar The Lightning Thief frá árinu 2010. Myndin var frumsýnd í gær.Kick-Ass 2 er framhald á fyrri mynd leikstjórans Jeff Wadlow. Eftir að hafa sýnt klikkað hugrekki sem sjálfskipaða ofurhetjan Kick-Ass hrindir Dave Lizewski af stað nýrri bylgju sjálfskipaðra grímuklæddra ofurhetja. Myndin var frumsýnd í gær. Á morgun, þann 23. ágúst, eru tvær myndir frumsýndar. Annars vegar teiknimyndin Turbo, sem fjallar um snigil sem dreymir stórt, og kvikmyndin World‘s End, sem fjallar um æskuvini sem fara á pöbbarölt á barinn World‘s End. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hross í oss er kvikmynd í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, en hún verður frumsýnd miðvikudaginn 28. ágúst næstkomandi. Myndin er grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.Myndin hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni San Sebastián í september. Myndin mun keppa í aðalkeppni hátíðarinnar.Sama dag er kvikmyndin Elysium frumsýnd, en hún skartar Matt Damon í aðalhlutverki. Árið 2154 eru til tvær stéttir manna; mjög auðugt fólk sem býr í geimstöðinni Elysium og svo hinir sem búa á yfirfullri Jörðinni, sem er öll í rúst.Percy Jackson: Sea of Monsters er heitið á annarri myndinni sem gerð er um ævintýri sonar gríska sjávarguðsins Póseidons, en hún er sjálfstætt framhald myndarinnar The Lightning Thief frá árinu 2010. Myndin var frumsýnd í gær.Kick-Ass 2 er framhald á fyrri mynd leikstjórans Jeff Wadlow. Eftir að hafa sýnt klikkað hugrekki sem sjálfskipaða ofurhetjan Kick-Ass hrindir Dave Lizewski af stað nýrri bylgju sjálfskipaðra grímuklæddra ofurhetja. Myndin var frumsýnd í gær. Á morgun, þann 23. ágúst, eru tvær myndir frumsýndar. Annars vegar teiknimyndin Turbo, sem fjallar um snigil sem dreymir stórt, og kvikmyndin World‘s End, sem fjallar um æskuvini sem fara á pöbbarölt á barinn World‘s End.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira