Fyrsta leikverk Guðbergs Bergssonar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2013 14:00 Leikarar og leikstjóri. Benedikt Gröndal, Eva Vala Guðjónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Erling Jóhannesson. „Guðbergur Bergsson er mikið ólíkindatól eins og allir vita. Eiðurinn og Eitthvað er fyrsta verk sem hann skrifar fyrir leikhús. Nú ætlum við að frumsýna í kvöld,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona í hópnum Gral, sem er fimm ára um þessar mundir. Bergur Þór Ingólfsson stjórnar uppsetningunni og Sólveig segir hann hafa stillt æfingarnar á skemmtilega línu. „Ég er búin að vera hlæjandi í allt sumar,“ segir hún og vekur að sjálfsögðu upp forvitni um innihald verksins. „Eiðurinn og Eitthvað fjallar um baráttu skáldskaparins. Skáldið er á sviðinu í rólegheitum að strauja buxurnar sínar. Það er með tvö leikverk í huganum sem fara að kallast á og reyna að taka sem mest pláss hvort um sig en ýta hinu til hliðar. Þetta er visst stríð en skáldið hefur líka gaman af því að horfa á hugmyndir sínar takast á. Þetta er vel gert hjá þeim báðum, Guðbergi og Bergi.“ Spurð hvort skáldið Guðbergur hafi eitthvað komið á æfingar svarar Sólveig: „Nei, hann afhenti okkur bara verkið og steig svo til hliðar. Vonandi kemur hann á frumsýninguna í kvöld.“ Tjarnarbíó er miðstöð fyrir leikhópa sviðslista. Þar sýna margir leikhópar sem mikill kraftur er í. Nú eru fjórir þeirra að fara af stað með leikhúskort. Gral er einn þessara leikhópa. Auk leikverksins Eiðurinn og Eitthvað ætlar hann að taka aftur upp Horn á höfði, barnaleikrit sem fékk Grímuverðlaunin 2010. Hinir hóparnir þrír eru Lab Loki, Málamyndaleikhópurinn og Frú Emelía. Þetta er í fyrsta skipti sem fólk getur keypt kort á sýningar grasrótarinnar og það fer í sölu nú um helgina. Í mörg horn er að líta hjá Sólveigu. Hún er að leika í Eiðurinn og Eitthvað og í Horni á höfði og er í framkvæmdastjórn Gral. Einnig er hún að vinna með Helgu Arnalds í sýningunni Skrímslið litla systir mín, sem er að fara aftur á svið í Þjóðleikhúsinu. Þá ætlar hún að vera með í sýningu sem heitir Krakkarnir í hverfinu og er brúðusýning um ofbeldi gegn börnum. Hún verður sýnd í 2. bekk í öllum skólum landsins. „Þar er lögð áhersla á að krakkar eigi að segja frá ef þeir eru beittir ofbeldi af einhverju tagi,“ segir Sólveig. „Þetta er flott sýning sem þær Helga Arnalds og Helga Thorlacius hafa búið til og góð reynsla er komin á, þó svo að efnið sé erfitt og viðkvæmt.“ Eitt er enn ótalið af verkefnum Sólveigar á nýju leikári. Það er með Pörupiltum. „Við ætlum að vera með uppistand um kynlíf eftir áramótin,“ upplýsir hún og bætir við: „Það er svolítið erfitt fyrir mig því ég er svoddan tepra en það verður spennandi að fást við þetta málefni.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Guðbergur Bergsson er mikið ólíkindatól eins og allir vita. Eiðurinn og Eitthvað er fyrsta verk sem hann skrifar fyrir leikhús. Nú ætlum við að frumsýna í kvöld,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona í hópnum Gral, sem er fimm ára um þessar mundir. Bergur Þór Ingólfsson stjórnar uppsetningunni og Sólveig segir hann hafa stillt æfingarnar á skemmtilega línu. „Ég er búin að vera hlæjandi í allt sumar,“ segir hún og vekur að sjálfsögðu upp forvitni um innihald verksins. „Eiðurinn og Eitthvað fjallar um baráttu skáldskaparins. Skáldið er á sviðinu í rólegheitum að strauja buxurnar sínar. Það er með tvö leikverk í huganum sem fara að kallast á og reyna að taka sem mest pláss hvort um sig en ýta hinu til hliðar. Þetta er visst stríð en skáldið hefur líka gaman af því að horfa á hugmyndir sínar takast á. Þetta er vel gert hjá þeim báðum, Guðbergi og Bergi.“ Spurð hvort skáldið Guðbergur hafi eitthvað komið á æfingar svarar Sólveig: „Nei, hann afhenti okkur bara verkið og steig svo til hliðar. Vonandi kemur hann á frumsýninguna í kvöld.“ Tjarnarbíó er miðstöð fyrir leikhópa sviðslista. Þar sýna margir leikhópar sem mikill kraftur er í. Nú eru fjórir þeirra að fara af stað með leikhúskort. Gral er einn þessara leikhópa. Auk leikverksins Eiðurinn og Eitthvað ætlar hann að taka aftur upp Horn á höfði, barnaleikrit sem fékk Grímuverðlaunin 2010. Hinir hóparnir þrír eru Lab Loki, Málamyndaleikhópurinn og Frú Emelía. Þetta er í fyrsta skipti sem fólk getur keypt kort á sýningar grasrótarinnar og það fer í sölu nú um helgina. Í mörg horn er að líta hjá Sólveigu. Hún er að leika í Eiðurinn og Eitthvað og í Horni á höfði og er í framkvæmdastjórn Gral. Einnig er hún að vinna með Helgu Arnalds í sýningunni Skrímslið litla systir mín, sem er að fara aftur á svið í Þjóðleikhúsinu. Þá ætlar hún að vera með í sýningu sem heitir Krakkarnir í hverfinu og er brúðusýning um ofbeldi gegn börnum. Hún verður sýnd í 2. bekk í öllum skólum landsins. „Þar er lögð áhersla á að krakkar eigi að segja frá ef þeir eru beittir ofbeldi af einhverju tagi,“ segir Sólveig. „Þetta er flott sýning sem þær Helga Arnalds og Helga Thorlacius hafa búið til og góð reynsla er komin á, þó svo að efnið sé erfitt og viðkvæmt.“ Eitt er enn ótalið af verkefnum Sólveigar á nýju leikári. Það er með Pörupiltum. „Við ætlum að vera með uppistand um kynlíf eftir áramótin,“ upplýsir hún og bætir við: „Það er svolítið erfitt fyrir mig því ég er svoddan tepra en það verður spennandi að fást við þetta málefni.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira