Hrollvekjur, fjöldamorð og flugvélar 29. ágúst 2013 07:00 Teiknimyndin Flugvélar verður frumsýnd á föstudaginn. Þrjá myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum föstudaginn 30. ágúst. Má þar fyrst nefna teiknimyndina Flugvélar, eða Planes líkt og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um Dusty, litla flugvél sem dreymir um að taka þátt í flugkeppni. Eina vandamálið er að hann er lofthræddur. Þá verður heimildarmyndin The Act of Killing einnig sýnd. Myndin fylgist með fyrrverandi foringja dauðasveita í Indónesíu setja á svið fjöldamorð sem þeir frömdu á sjöunda áratug síðustu aldar. Atriðin endurleika þeir í þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, þar á meðal í klassískum Hollywood-glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl. Hrollvekjan The Conjuring er einnig frumsýnd í vikunni. Myndin er í leikstjórn James Wan, þess sama og leikstýrði Saw, Dead Silence og Insidious. Sagan er byggð á einni af frásögnum hjónanna Ed og Lorraine Warren, en þau voru þekkt fyrir að rannsaka atvik sem grunur lék á að væru af yfirskilvitlegum toga, þar á meðal hið þekkta Amityville mál. Að lokum má nefna myndina Hross í oss. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson og er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þrjá myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum föstudaginn 30. ágúst. Má þar fyrst nefna teiknimyndina Flugvélar, eða Planes líkt og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um Dusty, litla flugvél sem dreymir um að taka þátt í flugkeppni. Eina vandamálið er að hann er lofthræddur. Þá verður heimildarmyndin The Act of Killing einnig sýnd. Myndin fylgist með fyrrverandi foringja dauðasveita í Indónesíu setja á svið fjöldamorð sem þeir frömdu á sjöunda áratug síðustu aldar. Atriðin endurleika þeir í þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, þar á meðal í klassískum Hollywood-glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl. Hrollvekjan The Conjuring er einnig frumsýnd í vikunni. Myndin er í leikstjórn James Wan, þess sama og leikstýrði Saw, Dead Silence og Insidious. Sagan er byggð á einni af frásögnum hjónanna Ed og Lorraine Warren, en þau voru þekkt fyrir að rannsaka atvik sem grunur lék á að væru af yfirskilvitlegum toga, þar á meðal hið þekkta Amityville mál. Að lokum má nefna myndina Hross í oss. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson og er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira