Uppbygging strandar hjá sveitarfélögunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. september 2013 07:00 Landsnet segir uppbyggingu flutningskerfis raforku hökta vegna andstöðu sveitarfélaga við lagningu háspennulína. Fréttablaðið/Vilhelm Illa hefur gengið að styrkja flutningskerfi raforku, að sögn Guðmundar Inga Ásmundssonar aðstoðarforstjóri Landsnets. „Framkvæmdir hafa verið strand hjá okkur,“ segir hann. Ekki strandi þó á fjárveitingum heldur komist fyrirtækið ekki í gegn um leyfisveitingaferilinn. Í gær var birt skýrsla sem unnin var fyrir Landsnet og sýnir þjóðhagslegan kostnað við að gera ekkert fyrir flutningskerfið. Sá kostnaður er sagður hlaupa á milljarðatugum næstu áratugi. Landsnet hefur unnið að tveimur verkefnum undanfarið sem styrkja eiga flutningskerfið, en það eru svokölluð Suðurnesjalína 2 og Blöndulína 3. Guðmundur Ingi Ásmundsson „Þar hafa verið miklar deilur, þótt ég vonist til þess að úr greiðist von bráðar á Suðurnesjum þar sem hefur verið kærumál í gangi.“ Blöndulína hafi hins vegar verið í biðstöðu í fimm ár og sjái ekki fyrir endann á því. „Við vorum með áform uppi um að byggja þrjár línur. Alveg frá Blönduvirkjun í Fljótsdalsstöð í gegn um Akureyri og tengja svo í framhaldinu landshlutana.“ Síðan hafi þörf fyrir aukna orku á Norðausturlandi orðið meiri en spár hafi gert ráð fyrir þannig að fyrirtækið velti fyrir sér hvort ekki þurfi að bregðast hraðar við. „Við vorum bara í síðustu viku að fjalla um þann möguleika að taka línu yfir hálendið og flýta undirbúningi að henni,“ segir hann, en þar er um að ræða svokallaða Sprengisandslínu, sem yrði 220 kílóvolt að stærð. „En það er kannski skjótvirkasta og tæknilega besta lausnin.“ Með slíkum framkvæmdum segir Guðmundur Ingi alls ekki lagt í of mikla flutningsgetu, líkt og gagnrýnendur hafi haldið fram. „Það er mjög mikilvægt að hafa sterkt flutningsöryggi, sérstaklega út frá umhverfissjónarmiðum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir Til dæmis tapist mikil orka ef flutningskerfi séu veik og þá þurfi jafnvel að virkja meira. „Svo nýtast virkjanir svo illa en við erum og höfum verið með í kerfinu ónýtta orku.“ Það hafi komið berlega í ljós í fyrravetur þegar komið hafi til skerðinga í raforkukerfinu á Norðausturhorni landsins um leið og til hafi verið næg orka á Suðvesturhorni sem ekki var hægt að flytja austur vegna þess hve flutningskerfið er veikt. „Svo náttúrlega ef koma náttúruhamfarir þá er ekki að sökum að spyrja.“ Guðmundur segir gert ráð fyrir því að endurnýja byggðalínukerfið allt á 220 kílóvolta spennu. „Ef við myndum velja lægri spennu á línuna, 130 kílóvolt, þá myndum við kannski komast upp í að ráða við ástandið eins og það er í augnablikinu, en undan því myndi fjara mjög fljótt.“ Þá þurfi líka sterkar línur til að koma í veg fyrir miklar spennusveiflur í kerfinu. „Þetta snýst líka um að bæta gæðin á rafmagninu.“ Í viðtali við fréttastofu fagnar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skýrslunni sem unnin var fyrir Landsnet og segir umræðu um orkuöryggi og þjóðhagslegt mikilvægi hafa setið á hakanum. Þá segist hún ætla að leggja áherslu á orkumál á komandi þingi og kveðst opin fyrir þeirri hugmynd að lagðar verði raflínur í gegnum hálendið til að sameina raforkukerfin á milli landshluta. Hluti af áróðri fyrir Sprengisandslínu Gunnar Hörður Guðmundsson er formaður Landverndar. Forsendur í skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun um framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku halda ekki vatni, að mati Guðmundar Harðar Guðmundssonar, formanns Landverndar. „Hvar er að fara fram á það að ekkert verði gert í uppbyggingu raforkukerfisins næstu áratugina?“ spyr hann. „Þetta er hluti af áróðri fyrir Sprengisandslínu sem Landsnet leggur nú til,“ bætir Guðmundur við. Flutningsgeta hennar eigi að vera miklu meiri en þurfi vegna fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi. Framkvæmdin mæti andstöðu bæði í náttúruverndarhreyfingunni og hjá samtökum í ferðaþjónustu. „Sjálfsagt er að auka afhendingaröryggi, og sama á við um Suðurnes, og leggja viðbótarlínu, en hún þarf ekki að vera stóriðjulína. Í það minnsta þyrfti þá að vera öruggt að á Suðurnesjum komi á endanum stjóriðja.“ Í áætlunum Landsnets er annars vegar gert ráð fyrir Norðurlínu sem verið hefur strand í fimm ár og hins vegar Sprengisandslínu. Báðar áætlanir gera ráð fyrir því að orkuafhending verði ótrygg á hluta landsins. Samkvæmt þeirri síðarnefndu verður þó bara Norðvesturland og Vestfjarðakjálki á slíku svæði. Hér að ofan má sjá Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3 á öðru kortinu, en Sprengisandslínu á hinu. Suðurnesjalína 2 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Illa hefur gengið að styrkja flutningskerfi raforku, að sögn Guðmundar Inga Ásmundssonar aðstoðarforstjóri Landsnets. „Framkvæmdir hafa verið strand hjá okkur,“ segir hann. Ekki strandi þó á fjárveitingum heldur komist fyrirtækið ekki í gegn um leyfisveitingaferilinn. Í gær var birt skýrsla sem unnin var fyrir Landsnet og sýnir þjóðhagslegan kostnað við að gera ekkert fyrir flutningskerfið. Sá kostnaður er sagður hlaupa á milljarðatugum næstu áratugi. Landsnet hefur unnið að tveimur verkefnum undanfarið sem styrkja eiga flutningskerfið, en það eru svokölluð Suðurnesjalína 2 og Blöndulína 3. Guðmundur Ingi Ásmundsson „Þar hafa verið miklar deilur, þótt ég vonist til þess að úr greiðist von bráðar á Suðurnesjum þar sem hefur verið kærumál í gangi.“ Blöndulína hafi hins vegar verið í biðstöðu í fimm ár og sjái ekki fyrir endann á því. „Við vorum með áform uppi um að byggja þrjár línur. Alveg frá Blönduvirkjun í Fljótsdalsstöð í gegn um Akureyri og tengja svo í framhaldinu landshlutana.“ Síðan hafi þörf fyrir aukna orku á Norðausturlandi orðið meiri en spár hafi gert ráð fyrir þannig að fyrirtækið velti fyrir sér hvort ekki þurfi að bregðast hraðar við. „Við vorum bara í síðustu viku að fjalla um þann möguleika að taka línu yfir hálendið og flýta undirbúningi að henni,“ segir hann, en þar er um að ræða svokallaða Sprengisandslínu, sem yrði 220 kílóvolt að stærð. „En það er kannski skjótvirkasta og tæknilega besta lausnin.“ Með slíkum framkvæmdum segir Guðmundur Ingi alls ekki lagt í of mikla flutningsgetu, líkt og gagnrýnendur hafi haldið fram. „Það er mjög mikilvægt að hafa sterkt flutningsöryggi, sérstaklega út frá umhverfissjónarmiðum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir Til dæmis tapist mikil orka ef flutningskerfi séu veik og þá þurfi jafnvel að virkja meira. „Svo nýtast virkjanir svo illa en við erum og höfum verið með í kerfinu ónýtta orku.“ Það hafi komið berlega í ljós í fyrravetur þegar komið hafi til skerðinga í raforkukerfinu á Norðausturhorni landsins um leið og til hafi verið næg orka á Suðvesturhorni sem ekki var hægt að flytja austur vegna þess hve flutningskerfið er veikt. „Svo náttúrlega ef koma náttúruhamfarir þá er ekki að sökum að spyrja.“ Guðmundur segir gert ráð fyrir því að endurnýja byggðalínukerfið allt á 220 kílóvolta spennu. „Ef við myndum velja lægri spennu á línuna, 130 kílóvolt, þá myndum við kannski komast upp í að ráða við ástandið eins og það er í augnablikinu, en undan því myndi fjara mjög fljótt.“ Þá þurfi líka sterkar línur til að koma í veg fyrir miklar spennusveiflur í kerfinu. „Þetta snýst líka um að bæta gæðin á rafmagninu.“ Í viðtali við fréttastofu fagnar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skýrslunni sem unnin var fyrir Landsnet og segir umræðu um orkuöryggi og þjóðhagslegt mikilvægi hafa setið á hakanum. Þá segist hún ætla að leggja áherslu á orkumál á komandi þingi og kveðst opin fyrir þeirri hugmynd að lagðar verði raflínur í gegnum hálendið til að sameina raforkukerfin á milli landshluta. Hluti af áróðri fyrir Sprengisandslínu Gunnar Hörður Guðmundsson er formaður Landverndar. Forsendur í skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun um framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku halda ekki vatni, að mati Guðmundar Harðar Guðmundssonar, formanns Landverndar. „Hvar er að fara fram á það að ekkert verði gert í uppbyggingu raforkukerfisins næstu áratugina?“ spyr hann. „Þetta er hluti af áróðri fyrir Sprengisandslínu sem Landsnet leggur nú til,“ bætir Guðmundur við. Flutningsgeta hennar eigi að vera miklu meiri en þurfi vegna fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi. Framkvæmdin mæti andstöðu bæði í náttúruverndarhreyfingunni og hjá samtökum í ferðaþjónustu. „Sjálfsagt er að auka afhendingaröryggi, og sama á við um Suðurnes, og leggja viðbótarlínu, en hún þarf ekki að vera stóriðjulína. Í það minnsta þyrfti þá að vera öruggt að á Suðurnesjum komi á endanum stjóriðja.“ Í áætlunum Landsnets er annars vegar gert ráð fyrir Norðurlínu sem verið hefur strand í fimm ár og hins vegar Sprengisandslínu. Báðar áætlanir gera ráð fyrir því að orkuafhending verði ótrygg á hluta landsins. Samkvæmt þeirri síðarnefndu verður þó bara Norðvesturland og Vestfjarðakjálki á slíku svæði. Hér að ofan má sjá Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3 á öðru kortinu, en Sprengisandslínu á hinu.
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira