Þorgerður Katrín dæmir í Ísland Got Talent Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. september 2013 09:00 Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr. Ísland Got Talent Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr.
Ísland Got Talent Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira