Ný lína undir áhrifum frá Audrey Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. september 2013 09:30 Jóhanna María Oppong hannar undir merkinu Troja. MYND/GVA Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira