Stúlka finnst myrt á bak við Þjóðleikhúsið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. september 2013 09:00 Kóngurinn Arnaldur Indriðason kynnir nýjan lögreglumann til leiks í verðlaunabókinni Skuggasundi. Fréttablaðið/valli Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira