Ópið Karen Kjartansdóttir skrifar 14. september 2013 07:00 Það er svo dásamleg orka á Íslandi núna þegar allt er aftur að byrja að taka við sér.“ Þessu hélt vinkona mín, sem nýlega flutti frá Danmörku, fram um daginn án þess að nokkurrar kaldhæðni gætti í málrómi hennar. Ég hafði ekki heyrt setningu sem lýsti jafn mikilli bjartsýni og einlægni lengi. Ég fann fyrir einhverjum herpingi innra með mér, líklega hafði hann verið þarna lengi en ég hafði hætt að finna fyrir honum fyrir löngu og byrjað að telja hann eðlilegt ástand. Kvíðinn fyrir hönd íslensks samfélags virtist hafa náð að skjóta rótum innra með mér. Örlög bandarísku borgarinnar Detroit, sem nýlega lýsti sig gjaldþrota, þykja mér áhugaverð. Á Instagram fylgist ég með ljósmyndurum sem taka myndir af rotnandi borginni en á þeim gefur að líta tóm og niðurnídd hverfi, myrka ljósastaura og eymd í undarlega rómantískri og tregafullri birtu. Á þeim má líka oft sjá fólk sem reynir að vinna borginni sinni gagn þrátt fyrir erfiðleika og undirmönnun. Ég hef tárast yfir þessum myndum, ekki vegna þess að ég hafi svona ríka samkennd heldur vegna þess að í myndunum finnst mér ég sjá Ísland eftir nokkur ár. „Heldur þú að þetta verði í lagi?“ spurði ég bjartsýnu vinkonuna, hissa. Hún svaraði. „Það þarf bara að taka réttar ákvarðanir og hlúa að grunnstoðunum.“ Hugurinn hvarflaði aftur til Detroit, þar sem atvinnuleysi og glæpatíðni er hvað hæst í Bandaríkjunum. Ég reyndi svo að sjá fyrir mér borgina Windsor sem stendur hinum megin við bakka Detroit-árinnar, tilheyrir því Kanada og er reyndar ein öruggasta borg þar í landi. Brúin á milli borganna er um það bil tveggja kílómetra löng en hyldýpi skilur borgirnar að hvað lífskjör varðar. Öðrum megin við ána voru heillavænlegar ákvarðanir teknar. Mér fannst ég standa á brúnni og hugsaði hvort ég teldi íslenska ráðamenn geta borið gæfu til að taka réttar ákvarðanir. Hvolfdist þá yfir mig heimsendaótti, skyndilega fannst mér ég vera í sömu stöðu og hrópandinn á málverkinu Ópið eftir Edvard Munch. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun
Það er svo dásamleg orka á Íslandi núna þegar allt er aftur að byrja að taka við sér.“ Þessu hélt vinkona mín, sem nýlega flutti frá Danmörku, fram um daginn án þess að nokkurrar kaldhæðni gætti í málrómi hennar. Ég hafði ekki heyrt setningu sem lýsti jafn mikilli bjartsýni og einlægni lengi. Ég fann fyrir einhverjum herpingi innra með mér, líklega hafði hann verið þarna lengi en ég hafði hætt að finna fyrir honum fyrir löngu og byrjað að telja hann eðlilegt ástand. Kvíðinn fyrir hönd íslensks samfélags virtist hafa náð að skjóta rótum innra með mér. Örlög bandarísku borgarinnar Detroit, sem nýlega lýsti sig gjaldþrota, þykja mér áhugaverð. Á Instagram fylgist ég með ljósmyndurum sem taka myndir af rotnandi borginni en á þeim gefur að líta tóm og niðurnídd hverfi, myrka ljósastaura og eymd í undarlega rómantískri og tregafullri birtu. Á þeim má líka oft sjá fólk sem reynir að vinna borginni sinni gagn þrátt fyrir erfiðleika og undirmönnun. Ég hef tárast yfir þessum myndum, ekki vegna þess að ég hafi svona ríka samkennd heldur vegna þess að í myndunum finnst mér ég sjá Ísland eftir nokkur ár. „Heldur þú að þetta verði í lagi?“ spurði ég bjartsýnu vinkonuna, hissa. Hún svaraði. „Það þarf bara að taka réttar ákvarðanir og hlúa að grunnstoðunum.“ Hugurinn hvarflaði aftur til Detroit, þar sem atvinnuleysi og glæpatíðni er hvað hæst í Bandaríkjunum. Ég reyndi svo að sjá fyrir mér borgina Windsor sem stendur hinum megin við bakka Detroit-árinnar, tilheyrir því Kanada og er reyndar ein öruggasta borg þar í landi. Brúin á milli borganna er um það bil tveggja kílómetra löng en hyldýpi skilur borgirnar að hvað lífskjör varðar. Öðrum megin við ána voru heillavænlegar ákvarðanir teknar. Mér fannst ég standa á brúnni og hugsaði hvort ég teldi íslenska ráðamenn geta borið gæfu til að taka réttar ákvarðanir. Hvolfdist þá yfir mig heimsendaótti, skyndilega fannst mér ég vera í sömu stöðu og hrópandinn á málverkinu Ópið eftir Edvard Munch.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun