Kennir fólki að smíða rafmagnsgítar Freyr Bjarnason skrifar 19. september 2013 08:30 Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. fréttablaðið/stefán Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“ Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira