Það þarf ekki meirapróf til að hafa skoðun á klassískri tónlist Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. september 2013 12:00 Fréttablaðið/Vilhelm Við setjumst niður á kaffihúsinu í Hannesarholti á Grundarstíg. Þar kemur fjöldi fólks og kastar á Höllu kveðju, hún er hógvær og fólk hrósar henni fyrir fyrsta þáttinn af Útúrdúr, fimm þátta seríu um klassíska tónlist sem hóf göngu sína á RÚV á sunnudaginn var. Að þáttunum koma einnig þeir Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari og unnusti Höllu, og Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður. Halla Oddný Magnúsdóttir er 25 ára Reykjavíkurmær. Hún er stúdent úr MR og með burtfararpróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að því loknu fór hún til Oxford og tók BA-próf í því sem þar nefnist Human Sciences, sem gæti útlagst mannvísindi á íslensku. „Ég er dálítið eins og forsætisráðherrann, margsaga um háskólanám mitt, enda hef ég reynt margar mismunandi leiðir til þess að gefa fólki mynd af því sem ég var að læra. Stundum segist ég í gamni hafa lært rafmagnsguðfræði eða sameindasálfræði,“ segir hún glaðbeitt. „Þetta var svona samsett nám þar sem fléttað var saman raunvísindalegri og hugvísindalegri nálgun á tegundina mann. Ég kalla mig því yfirleitt ekki mannfræðing – ég hef í raun ekkert sérstakt heiti. Og ég kann því bara ágætlega.“BBC biðst ekki afsökunar á sér Halla á ekki langt að sækja menningaráhugann. Faðir hennar er Magnús Tómasson myndlistarmaður og móðir hennar Jóhanna Ólafsdóttir, ljósmyndari við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndir hennar hafa birst á sýningum undanfarið, meðal annars á sýningu um íslenska samtímaljósmyndara á Þjóðminjasafninu síðasta vor. „Ég er svo hrifin af myndunum hennar,“ segir Halla og bætir því við að henni finnist hún eiga að sýna meira af ljósmyndum. Þáttaröðin Útúrdúr hefur verið lengi í undirbúningi en tökur á henni hófust í ársbyrjun 2012. Hún er frumraun Höllu í sjónvarpsþáttagerð. Einhverjir hafa þó kannski séð Höllu í sjónvarpinu síðustu mánuði, því hún starfaði sem fréttamaður á RÚV í sumar. Þar vakti ein frétt sérstaka athygli, en í henni lét hún handtaka sig í kvöldfréttunum, eftir að mál sem varðaði harkalega handtöku ungrar konu á Laugaveginum komst í hámæli. „Þetta var svona mín Bridget-Jones stund,“ segir Halla, létt í bragði. „Að láta Mjölnis-menn yfirbuga mig í sjónvarpi,“ bætir hún við og hlær. „Hugmyndin að Útúrdúr varð til úti í Bretlandi, svona smátt og smátt. Við Víkingur spjöllum auðvitað mikið um tónlist, og auðvitað ýmislegt annað, en höfum oft gjörólík sjónarhorn á hana. Víkingi finnst líka mjög gaman að tala um tónlist, hefur skýrar skoðanir og ástríðu fyrir því að miðla henni til nýrra áheyrenda. Svo hrifumst við líka bæði af breskri sjónvarpsmenningu. Það var svo hressandi að sjá hvernig BBC biðst ekki afsökunar á sér, heldur leyfir sér, í krafti þess að vera sjónvarpsstöð í almannaþjónustu, að fræða og upplýsa, en ekki bara skemmta. Vissulega er margt gott gert í íslensku sjónvarpi og ekki síst útvarpi og auðvitað er ekki fyllilega sanngjarnt að bera það saman við stórveldið BBC. En það er samt stundum eins og áhorfendum sé vantreyst. Og það gildir auðvitað víða, ekki bara hér.“Fréttablaðið/VilhelmFirrtur yfirstéttarmaður kveikjan Til dæmis um virðingu BBC fyrir áhorfendum sínum nefnir Halla hinn umdeilda breska heimspeking og íhaldsmann Roger Scruton, sem er viðmælandi í fyrsta þætti Útúrdúrs. „Hann gerði mynd fyrir BBC 2 sem hét Why Beauty Matters. Þar viðraði hann þá skoðun sína að fegurðin væri á undanhaldi og að brotthvarf hennar sem gildis í sjálfri sér gæti orðið siðmenningu okkar óbætanlegur skaði. Hann fór mikinn í gagnrýni sinni á breska myndlistarmenn af Saatchi-kynslóðinni, hraunaði yfir nútímaarkitektúr og popptónlist. Ég var auðvitað ósammála honum í flestu. Í aðra röndina fannst manni hann vera firrtur yfirstéttarmaður sem aðeins vildi hlusta á tónlist frá 18. öld og fyndist eina hlutverk listarinnar vera að skreyta heldri manna híbýli. Á hinn bóginn var ekki laust við að sannleikskorn leyndist í gagnrýni hans, og hann er auðvitað eitursnjall. Aðallega var samt bara svo stórkostlegt að á besta tíma á sunnudagskvöldi væri maður að fjalla um fegurðina í sjónvarpinu, og það allra besta var hvað myndin vakti mikil viðbrögð. Fjölmargir skrifuðu í blöðin til að mótmæla honum, en aðrir komu honum til varnar. Fegurðin var allt í einu orðin heitasta umræðuefnið í samfélaginu. Það var æðislegt.“ Þáttagerðin fór þó ekki að komast almennilega á stað fyrr en þau nálguðust Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmann, sem er móðurbróðir Víkings. „Viðar er mikill snillingur. Hann er ekki bara ógurlega fróður um kvikmyndir, heldur til dæmis tónlist og bókmenntir, og hefur allar tengingar á reiðum höndum. Þetta hefði aldrei orðið til án hans, enda hafði hvorugt okkar Víkings neina reynslu á sviði dagskrárgerðar í sjónvarpi.“Versta auglýsingatrix sögunnar Þættirnir fjalla um klassíska tónlist í víðum skilningi og kynna hana á fjölbreyttan og lifandi hátt – sem sagt á mannamáli. „Þótt það sé gaman að því þegar fólk er í heilögu stríði fyrir fegurðina er það samt okkar sannfæring að klassísk tónlist eigi ekki að vera heilög og ósnertanleg. Við erum sem sagt sammála bandaríska tónlistarfræðingnum Alex Ross, sem sagði að það að kalla eina tegund tónlistar klassíska hefði verið versta auglýsingatrix sögunnar. Hún sé þá orðin dauður safngripur frekar en lifandi list. Og hvað er svona klassískt við hana? Tónlist sem er flutt víða um heim og fjöldi fólks hefur gaman af í samtímanum hlýtur að teljast samtímatónlist í einhverjum skilningi, þótt höfundar hennar hafi verið uppi á öðrum tíma í sögunni. Hin grunnsannfæringin er svo sú að fólk þurfi ekki einhvers konar meirapróf til þess hafa skoðun á þessari tegund tónlistar og að hver sem er geti haft gaman af henni. Þetta er bara músík.“ Halla bendir á að ein leið til þess að kynna tónlistina og afmá hinn ógnandi klassíska stimpil sé að nálgast hana á sem fjölbreyttastan hátt. „Okkur langaði að skera nógu margvíslega í gegnum hlutina, þannig að fólk gæti tekið ólíkar stefnur inn í tónlistina og fundið eitthvað sem því finnst áhugavert. Í fyrsta þættinum, til dæmis, fléttuðum við inn hugmyndum fornleifafræðingsins Stephens Mithen sem telur að Neanderthalsmenn hafi sungið sín á milli, því tungumálið var ekki fullmótað,“ bætir Halla við, og segir ekki laust við að þar hafi námið fléttast inn í efnistökin. Hún segir þættina afar ólíka innbyrðis, en að hver þáttur hafi ákveðið þema og hverfist um tónlistarflutning og spjall í stúdíói, með útúrdúrum hingað og þangað. „Næsti þáttur fjallar til dæmis um íslenska tónlist fyrri alda. Það var alveg sérstaklega lærdómsríkt að gera hann og skemmtilegt að kynnast allri þessari fallegu tónlist sem allt of fáir hafa heyrt. Íslenskur tónlistararfur er sem sagt annað og meira en Hani, krummi, hundur, svín.“Fréttablaðið/VilhelmEins og að vinna dýralífsmynd Halla og Víkingur búa í Berlín. „Þetta er eiginlega dálítið vandræðamál. Ég segist alltaf búa í Berlín en svo er ég eiginlega alltaf hér. Við byrjuðum að vinna þættina um svipað leyti og við fluttum til Berlínar, svona að nafninu til. Við unnum þættina á löngum tíma, enda byggjast þeir mikið til á framlagi þess tónlistarfólks sem kemur og spilar og spjallar um verkin. Það er auðvitað oft á ferð og flugi. Svo liggur mikið að baki tónlistarflutningi og það er skemmtilegast að hlusta á fólk spila og tala um verk sem því þykir vænt um. Í aðra röndina var þetta því dagskrárgerð í anda veiðimanna og safnara. Handritið tók breytingum eftir því hvað við fengum upp í hendurnar. Að því leyti er það að vinna með stórkostlegum listamönnum ekki ósvipað því og að vinna að dýralífsmynd – maður þarf að vera sveigjanlegur.“ Halla segist kát með viðtökurnar við fyrsta þættinum. „Þær voru betri en ég þorði að vona. Það var örlítill skjálfti í okkur, sérstaklega þar sem við Víkingur vorum dálítið í forgrunni í fyrsta þættinum. Við vissum hreinlega ekki hvort við næðum til fólks,“ heldur Halla áfram. „Svo vorum við auðvitað búin að horfa á þetta svo oft og liggja yfir smáatriðum. Við höfðum trú á verkefninu en þegar maður horfir svona oft á sömu myndskeiðin verða hlutirnir óbærilega leiðinlegir og erfitt að átta sig á því hvað er gott og hvað ekki. Ég gat ekki einu sinni horft á þetta í sjónvarpinu – allavega ekki samtalskaflana okkar. Ég var frammi í eldhúsi á meðan fjölskyldan horfði á þáttinn á sunnudaginn. Mér leið alls ekki vel,“ segir Halla og hlær. „En svo um leið og þátturinn kláraðist gerðist svolítið fallegt – ég fékk óvænt símtal frá ókunnugum manni á Selfossi, sem var bara svo ánægður. Mér þótti mjög vænt um það, og það var gott að vita til þess að einhver einn væri að minnsta kosti ánægður,“ bætir Halla við. Reynir að lifa fyrir forvitnissakir „Næst ætla ég að bregða mér til London,“ segir Halla. „Ég fékk dálítið spennandi atvinnutækifæri þar sem mig langar að láta reyna á. Ég hef reyndar líka áhuga á að prófa mig meira áfram með dagskrárgerð, hvort sem það er fyrir útvarp eða sjónvarp, en það veltur auðvitað á ýmsu. Ég hef lengi haft áhuga á heimildarmyndum. Mér finnst gaman að skrifa og fá að prófa mismunandi miðla en er ekki beinlínis með plan. Nema auðvitað að halda áfram að gera skemmtilega hluti með Víkingi. Ég reyni að lifa fyrir forvitnissakir, prófa það sem vekur áhuga minn hverju sinni. Ég veit það ekki, þetta á alveg eftir að koma í ljós. Maður verður að taka eitt fyrir í einu,“ segir Halla að lokum. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við setjumst niður á kaffihúsinu í Hannesarholti á Grundarstíg. Þar kemur fjöldi fólks og kastar á Höllu kveðju, hún er hógvær og fólk hrósar henni fyrir fyrsta þáttinn af Útúrdúr, fimm þátta seríu um klassíska tónlist sem hóf göngu sína á RÚV á sunnudaginn var. Að þáttunum koma einnig þeir Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari og unnusti Höllu, og Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður. Halla Oddný Magnúsdóttir er 25 ára Reykjavíkurmær. Hún er stúdent úr MR og með burtfararpróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að því loknu fór hún til Oxford og tók BA-próf í því sem þar nefnist Human Sciences, sem gæti útlagst mannvísindi á íslensku. „Ég er dálítið eins og forsætisráðherrann, margsaga um háskólanám mitt, enda hef ég reynt margar mismunandi leiðir til þess að gefa fólki mynd af því sem ég var að læra. Stundum segist ég í gamni hafa lært rafmagnsguðfræði eða sameindasálfræði,“ segir hún glaðbeitt. „Þetta var svona samsett nám þar sem fléttað var saman raunvísindalegri og hugvísindalegri nálgun á tegundina mann. Ég kalla mig því yfirleitt ekki mannfræðing – ég hef í raun ekkert sérstakt heiti. Og ég kann því bara ágætlega.“BBC biðst ekki afsökunar á sér Halla á ekki langt að sækja menningaráhugann. Faðir hennar er Magnús Tómasson myndlistarmaður og móðir hennar Jóhanna Ólafsdóttir, ljósmyndari við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndir hennar hafa birst á sýningum undanfarið, meðal annars á sýningu um íslenska samtímaljósmyndara á Þjóðminjasafninu síðasta vor. „Ég er svo hrifin af myndunum hennar,“ segir Halla og bætir því við að henni finnist hún eiga að sýna meira af ljósmyndum. Þáttaröðin Útúrdúr hefur verið lengi í undirbúningi en tökur á henni hófust í ársbyrjun 2012. Hún er frumraun Höllu í sjónvarpsþáttagerð. Einhverjir hafa þó kannski séð Höllu í sjónvarpinu síðustu mánuði, því hún starfaði sem fréttamaður á RÚV í sumar. Þar vakti ein frétt sérstaka athygli, en í henni lét hún handtaka sig í kvöldfréttunum, eftir að mál sem varðaði harkalega handtöku ungrar konu á Laugaveginum komst í hámæli. „Þetta var svona mín Bridget-Jones stund,“ segir Halla, létt í bragði. „Að láta Mjölnis-menn yfirbuga mig í sjónvarpi,“ bætir hún við og hlær. „Hugmyndin að Útúrdúr varð til úti í Bretlandi, svona smátt og smátt. Við Víkingur spjöllum auðvitað mikið um tónlist, og auðvitað ýmislegt annað, en höfum oft gjörólík sjónarhorn á hana. Víkingi finnst líka mjög gaman að tala um tónlist, hefur skýrar skoðanir og ástríðu fyrir því að miðla henni til nýrra áheyrenda. Svo hrifumst við líka bæði af breskri sjónvarpsmenningu. Það var svo hressandi að sjá hvernig BBC biðst ekki afsökunar á sér, heldur leyfir sér, í krafti þess að vera sjónvarpsstöð í almannaþjónustu, að fræða og upplýsa, en ekki bara skemmta. Vissulega er margt gott gert í íslensku sjónvarpi og ekki síst útvarpi og auðvitað er ekki fyllilega sanngjarnt að bera það saman við stórveldið BBC. En það er samt stundum eins og áhorfendum sé vantreyst. Og það gildir auðvitað víða, ekki bara hér.“Fréttablaðið/VilhelmFirrtur yfirstéttarmaður kveikjan Til dæmis um virðingu BBC fyrir áhorfendum sínum nefnir Halla hinn umdeilda breska heimspeking og íhaldsmann Roger Scruton, sem er viðmælandi í fyrsta þætti Útúrdúrs. „Hann gerði mynd fyrir BBC 2 sem hét Why Beauty Matters. Þar viðraði hann þá skoðun sína að fegurðin væri á undanhaldi og að brotthvarf hennar sem gildis í sjálfri sér gæti orðið siðmenningu okkar óbætanlegur skaði. Hann fór mikinn í gagnrýni sinni á breska myndlistarmenn af Saatchi-kynslóðinni, hraunaði yfir nútímaarkitektúr og popptónlist. Ég var auðvitað ósammála honum í flestu. Í aðra röndina fannst manni hann vera firrtur yfirstéttarmaður sem aðeins vildi hlusta á tónlist frá 18. öld og fyndist eina hlutverk listarinnar vera að skreyta heldri manna híbýli. Á hinn bóginn var ekki laust við að sannleikskorn leyndist í gagnrýni hans, og hann er auðvitað eitursnjall. Aðallega var samt bara svo stórkostlegt að á besta tíma á sunnudagskvöldi væri maður að fjalla um fegurðina í sjónvarpinu, og það allra besta var hvað myndin vakti mikil viðbrögð. Fjölmargir skrifuðu í blöðin til að mótmæla honum, en aðrir komu honum til varnar. Fegurðin var allt í einu orðin heitasta umræðuefnið í samfélaginu. Það var æðislegt.“ Þáttagerðin fór þó ekki að komast almennilega á stað fyrr en þau nálguðust Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmann, sem er móðurbróðir Víkings. „Viðar er mikill snillingur. Hann er ekki bara ógurlega fróður um kvikmyndir, heldur til dæmis tónlist og bókmenntir, og hefur allar tengingar á reiðum höndum. Þetta hefði aldrei orðið til án hans, enda hafði hvorugt okkar Víkings neina reynslu á sviði dagskrárgerðar í sjónvarpi.“Versta auglýsingatrix sögunnar Þættirnir fjalla um klassíska tónlist í víðum skilningi og kynna hana á fjölbreyttan og lifandi hátt – sem sagt á mannamáli. „Þótt það sé gaman að því þegar fólk er í heilögu stríði fyrir fegurðina er það samt okkar sannfæring að klassísk tónlist eigi ekki að vera heilög og ósnertanleg. Við erum sem sagt sammála bandaríska tónlistarfræðingnum Alex Ross, sem sagði að það að kalla eina tegund tónlistar klassíska hefði verið versta auglýsingatrix sögunnar. Hún sé þá orðin dauður safngripur frekar en lifandi list. Og hvað er svona klassískt við hana? Tónlist sem er flutt víða um heim og fjöldi fólks hefur gaman af í samtímanum hlýtur að teljast samtímatónlist í einhverjum skilningi, þótt höfundar hennar hafi verið uppi á öðrum tíma í sögunni. Hin grunnsannfæringin er svo sú að fólk þurfi ekki einhvers konar meirapróf til þess hafa skoðun á þessari tegund tónlistar og að hver sem er geti haft gaman af henni. Þetta er bara músík.“ Halla bendir á að ein leið til þess að kynna tónlistina og afmá hinn ógnandi klassíska stimpil sé að nálgast hana á sem fjölbreyttastan hátt. „Okkur langaði að skera nógu margvíslega í gegnum hlutina, þannig að fólk gæti tekið ólíkar stefnur inn í tónlistina og fundið eitthvað sem því finnst áhugavert. Í fyrsta þættinum, til dæmis, fléttuðum við inn hugmyndum fornleifafræðingsins Stephens Mithen sem telur að Neanderthalsmenn hafi sungið sín á milli, því tungumálið var ekki fullmótað,“ bætir Halla við, og segir ekki laust við að þar hafi námið fléttast inn í efnistökin. Hún segir þættina afar ólíka innbyrðis, en að hver þáttur hafi ákveðið þema og hverfist um tónlistarflutning og spjall í stúdíói, með útúrdúrum hingað og þangað. „Næsti þáttur fjallar til dæmis um íslenska tónlist fyrri alda. Það var alveg sérstaklega lærdómsríkt að gera hann og skemmtilegt að kynnast allri þessari fallegu tónlist sem allt of fáir hafa heyrt. Íslenskur tónlistararfur er sem sagt annað og meira en Hani, krummi, hundur, svín.“Fréttablaðið/VilhelmEins og að vinna dýralífsmynd Halla og Víkingur búa í Berlín. „Þetta er eiginlega dálítið vandræðamál. Ég segist alltaf búa í Berlín en svo er ég eiginlega alltaf hér. Við byrjuðum að vinna þættina um svipað leyti og við fluttum til Berlínar, svona að nafninu til. Við unnum þættina á löngum tíma, enda byggjast þeir mikið til á framlagi þess tónlistarfólks sem kemur og spilar og spjallar um verkin. Það er auðvitað oft á ferð og flugi. Svo liggur mikið að baki tónlistarflutningi og það er skemmtilegast að hlusta á fólk spila og tala um verk sem því þykir vænt um. Í aðra röndina var þetta því dagskrárgerð í anda veiðimanna og safnara. Handritið tók breytingum eftir því hvað við fengum upp í hendurnar. Að því leyti er það að vinna með stórkostlegum listamönnum ekki ósvipað því og að vinna að dýralífsmynd – maður þarf að vera sveigjanlegur.“ Halla segist kát með viðtökurnar við fyrsta þættinum. „Þær voru betri en ég þorði að vona. Það var örlítill skjálfti í okkur, sérstaklega þar sem við Víkingur vorum dálítið í forgrunni í fyrsta þættinum. Við vissum hreinlega ekki hvort við næðum til fólks,“ heldur Halla áfram. „Svo vorum við auðvitað búin að horfa á þetta svo oft og liggja yfir smáatriðum. Við höfðum trú á verkefninu en þegar maður horfir svona oft á sömu myndskeiðin verða hlutirnir óbærilega leiðinlegir og erfitt að átta sig á því hvað er gott og hvað ekki. Ég gat ekki einu sinni horft á þetta í sjónvarpinu – allavega ekki samtalskaflana okkar. Ég var frammi í eldhúsi á meðan fjölskyldan horfði á þáttinn á sunnudaginn. Mér leið alls ekki vel,“ segir Halla og hlær. „En svo um leið og þátturinn kláraðist gerðist svolítið fallegt – ég fékk óvænt símtal frá ókunnugum manni á Selfossi, sem var bara svo ánægður. Mér þótti mjög vænt um það, og það var gott að vita til þess að einhver einn væri að minnsta kosti ánægður,“ bætir Halla við. Reynir að lifa fyrir forvitnissakir „Næst ætla ég að bregða mér til London,“ segir Halla. „Ég fékk dálítið spennandi atvinnutækifæri þar sem mig langar að láta reyna á. Ég hef reyndar líka áhuga á að prófa mig meira áfram með dagskrárgerð, hvort sem það er fyrir útvarp eða sjónvarp, en það veltur auðvitað á ýmsu. Ég hef lengi haft áhuga á heimildarmyndum. Mér finnst gaman að skrifa og fá að prófa mismunandi miðla en er ekki beinlínis með plan. Nema auðvitað að halda áfram að gera skemmtilega hluti með Víkingi. Ég reyni að lifa fyrir forvitnissakir, prófa það sem vekur áhuga minn hverju sinni. Ég veit það ekki, þetta á alveg eftir að koma í ljós. Maður verður að taka eitt fyrir í einu,“ segir Halla að lokum.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira