Leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd Ása Ottesen skrifar 23. september 2013 13:15 Dóra Hrund Gísladóttir leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd sem fjallar um listahátíðir úti á landi. fréttablaðið/gva „Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira