20 milljónir! 20 milljónir! Pawel Bartoszek skrifar 27. september 2013 06:00 Fjárhæðaskyn fólks er fyndið. Þar sem fólk skilur lægri tölur betur en hærri þá á það líka auðveldara með að hneykslast á þeim fyrrnefndu. Á að eyða einni milljón? Það eru þriggja mánaða tekjur! Á að eyða milljarði? Það er… öm… bðe… Tökum nýlegar breytingar á Hofsvallagötu sem dæmi. Þar voru málaðir hjólastígar á götuna. Við hlið þeirra var sett röð af bílastæðum, fánastöngum, fuglabúrum og einhverju svoleiðis. Allt þetta flipp var í ögn meiri litum en Reykvíkingar eiga að venjast. Sumt af þessu var meira að segja hvorki grátt eins og malbik né dökkgrænt eins og kjarr. Og það varð allt brjálað. Götumyndin þarf að vera grá eða græn. Allt hitt er ógn við fullveldið. Svo kom í ljós hvað þetta kostaði mikið: 20 milljónir! Algjört bruðl. Hvaða fávita datt þetta í hug? Og svo á að setja annan hjólastíg á Sæmundargötu. Hann mun kosta 90 milljónir! Níutíu milljónir króna! Í raun sýna þessar tölur okkur hve ódýrt það er að koma upp góðu hjólastíganeti. Í þeim tilfellum sem götur eru nægilega breiðar dugar bara að mála stíganetið á. Svo þegar reynsla er komin á stíginn má gera upphækkaðar hjólabrautir að dönskum sið. (Væri nú ekki gaman ef hægt væri að mála mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir 20 milljónir, til reynslu, og spúla þau síðan af?)„Milljónaútgjöld“ og „milljarðafjárfestingar“? Það er fínt að menn gagnrýni útgjöld. Það er ekkert að því. En það er bara pinku fyndið að þeir sem sjá á eftir hverri krónu í lagningu hjólastígs sem kostar 20-100 milljónir eigi í engum vandræðum með að heimta mörg hundruð sinnum hærri upphæðir í gerð risastórra umferðarmannvirkja fyrir bíla. Það er pinku fyndið. Árið 2007 var áætlaður kostnaður við að gera mislæg gatnamót hjá Kringlunni níu milljarðar og eitthvað hefur nú verið að krauma í verðbólgupottinum síðan. Segjum að þetta myndi kosta 13 milljarða í dag. Samkvæmt borginni kostar 130 milljónir að fullklára Hofsvallagötuna sem flotta borgargötu. Það mætti því taka í gegn hundrað svona Hofsvallagötur í stað þess að byggja ein gatnamót. Við erum að tala um ein gatnamót. Stað þar sem ein gata hittir aðra.Truflaðir af litum Ég hjólaði um daginn á Hofsvallagötunni. Stígarnir gáfu manni pláss og það var enginn sem flautaði til að láta mann vita að maður ætti að vera uppi á gangstéttinni. Fólk fer ekki út að hjóla í massavís ef það þarf að vera með einhverja yfirlýsingu þegar það gerir það. Fólk vill að sér líði vel. Það er ekki tilviljun að þau lönd í Evrópu þar sem best er að hjóla, Holland og Danmörk, eru með þétt og yfirgripsmikið net hjólastíga. Til að byggja upp slíkt net þarf að láta eitthvað af þeim helmingi borgarlandsins sem fer undir samgöngumannvirki nýtast öðrum en bílum. Og þegar maður er á bíl fer þessi stefna stundum í taugarnar á manni. Margt hefur verið sagt um þessa Hofsvallagötuframkvæmd. Til dæmis að hún dragi úr öryggi því fólk verði utangátta við að horfa á bleikt fuglabúr og klessir frekar á. Það hljómar eins og vísindaleg tilgáta þó ég hafi ekkert fundið sem styður hana. Ég veit hins vegar að hjólastígar draga úr slysum í þeim götum þar sem þeir koma, ég veit að lækkandi umferðarhraði dregur úr slysum og ég veit að flest slys af völdum truflunar ökumanna stafa af því að fólk er að skrifa sms eða leika sér í einhverju raftæki. Ekkert virðist benda til að menn truflist við að horfa á bleikt fuglabúr í hvert skipti sem þeir keyra fram hjá því. Kommon, við erum ekki einhverjir kanarífuglar.Sparað til eyða enn meiru? Það er ekkert að því að vilja spara. Í stað þess að leggja hjólastíg má vissulega greiða niður skuldir eða lækka skatta. Það er afstaða sem má skilja. En að menn vilji slaufa milljóna hjólastígum og byggja í staðinn milljarða-gatnaslaufur? Það finnst mér svolítið rugl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Fjárhæðaskyn fólks er fyndið. Þar sem fólk skilur lægri tölur betur en hærri þá á það líka auðveldara með að hneykslast á þeim fyrrnefndu. Á að eyða einni milljón? Það eru þriggja mánaða tekjur! Á að eyða milljarði? Það er… öm… bðe… Tökum nýlegar breytingar á Hofsvallagötu sem dæmi. Þar voru málaðir hjólastígar á götuna. Við hlið þeirra var sett röð af bílastæðum, fánastöngum, fuglabúrum og einhverju svoleiðis. Allt þetta flipp var í ögn meiri litum en Reykvíkingar eiga að venjast. Sumt af þessu var meira að segja hvorki grátt eins og malbik né dökkgrænt eins og kjarr. Og það varð allt brjálað. Götumyndin þarf að vera grá eða græn. Allt hitt er ógn við fullveldið. Svo kom í ljós hvað þetta kostaði mikið: 20 milljónir! Algjört bruðl. Hvaða fávita datt þetta í hug? Og svo á að setja annan hjólastíg á Sæmundargötu. Hann mun kosta 90 milljónir! Níutíu milljónir króna! Í raun sýna þessar tölur okkur hve ódýrt það er að koma upp góðu hjólastíganeti. Í þeim tilfellum sem götur eru nægilega breiðar dugar bara að mála stíganetið á. Svo þegar reynsla er komin á stíginn má gera upphækkaðar hjólabrautir að dönskum sið. (Væri nú ekki gaman ef hægt væri að mála mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir 20 milljónir, til reynslu, og spúla þau síðan af?)„Milljónaútgjöld“ og „milljarðafjárfestingar“? Það er fínt að menn gagnrýni útgjöld. Það er ekkert að því. En það er bara pinku fyndið að þeir sem sjá á eftir hverri krónu í lagningu hjólastígs sem kostar 20-100 milljónir eigi í engum vandræðum með að heimta mörg hundruð sinnum hærri upphæðir í gerð risastórra umferðarmannvirkja fyrir bíla. Það er pinku fyndið. Árið 2007 var áætlaður kostnaður við að gera mislæg gatnamót hjá Kringlunni níu milljarðar og eitthvað hefur nú verið að krauma í verðbólgupottinum síðan. Segjum að þetta myndi kosta 13 milljarða í dag. Samkvæmt borginni kostar 130 milljónir að fullklára Hofsvallagötuna sem flotta borgargötu. Það mætti því taka í gegn hundrað svona Hofsvallagötur í stað þess að byggja ein gatnamót. Við erum að tala um ein gatnamót. Stað þar sem ein gata hittir aðra.Truflaðir af litum Ég hjólaði um daginn á Hofsvallagötunni. Stígarnir gáfu manni pláss og það var enginn sem flautaði til að láta mann vita að maður ætti að vera uppi á gangstéttinni. Fólk fer ekki út að hjóla í massavís ef það þarf að vera með einhverja yfirlýsingu þegar það gerir það. Fólk vill að sér líði vel. Það er ekki tilviljun að þau lönd í Evrópu þar sem best er að hjóla, Holland og Danmörk, eru með þétt og yfirgripsmikið net hjólastíga. Til að byggja upp slíkt net þarf að láta eitthvað af þeim helmingi borgarlandsins sem fer undir samgöngumannvirki nýtast öðrum en bílum. Og þegar maður er á bíl fer þessi stefna stundum í taugarnar á manni. Margt hefur verið sagt um þessa Hofsvallagötuframkvæmd. Til dæmis að hún dragi úr öryggi því fólk verði utangátta við að horfa á bleikt fuglabúr og klessir frekar á. Það hljómar eins og vísindaleg tilgáta þó ég hafi ekkert fundið sem styður hana. Ég veit hins vegar að hjólastígar draga úr slysum í þeim götum þar sem þeir koma, ég veit að lækkandi umferðarhraði dregur úr slysum og ég veit að flest slys af völdum truflunar ökumanna stafa af því að fólk er að skrifa sms eða leika sér í einhverju raftæki. Ekkert virðist benda til að menn truflist við að horfa á bleikt fuglabúr í hvert skipti sem þeir keyra fram hjá því. Kommon, við erum ekki einhverjir kanarífuglar.Sparað til eyða enn meiru? Það er ekkert að því að vilja spara. Í stað þess að leggja hjólastíg má vissulega greiða niður skuldir eða lækka skatta. Það er afstaða sem má skilja. En að menn vilji slaufa milljóna hjólastígum og byggja í staðinn milljarða-gatnaslaufur? Það finnst mér svolítið rugl.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun