Togstreita á milli bræðra Freyr Bjarnason skrifar 28. september 2013 10:00 Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira