Meistaraleg tilviljun Betu beikon Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2013 12:00 Elísabet Ólafsdóttir er ein af þeim heppnu og fékk draumastarf hjá RÚV í meistaramánuði. mynd/gva Elísabet Ólafsdóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún tók fyrst þátt í meistaramánuði með háleit og skýr markmið. Hún segir meistaramánuðinn snúast um að gera fólk hamingjusamt og ánægt með sjálft sig og að markmiðin geti snúist um smákökubakstur til maraþonshlaups og allt þar á milli. „Meistaramánuðurinn gjörbreytti lífi mínu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, vefumsjónarkona hjá Ríkisútvarpinu. Elísabet var atvinnulaus þegar hún fyrst tók þátt í meistaramánuði árið 2011 og fékk draumastarfið á síðasta degi mánaðarins. „Ég hafði verið í atvinnuleit eftir fæðingarorlof og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að uppfylla markmið mín en eitt af þeim var að fá vinnu áður en meistaramánuður var úti. Þann 31. október, síðasta dag mánaðarins, bauðst mér svo draumastarfið en bókstaflega allir sem mig þekkja höfðu haft samband þegar sú atvinnuauglýsing birtist svo hún færi ekki fram hjá mér. Þannig var það kannski meistaraleg tilviljun að ég endaði í draumastarfinu á RÚV síðasta meistaradaginn og kannski ekki.“ Elísabet segist þegar hafa verið byrjuð að taka til í sjálfri sér þegar hún ákvað að taka þátt í meistaramánuði. „Ég fann að taktík meistaramánaðarins hentaði mér því það skiptir sköpum að skrifa niður markmið sín. Að vita hvað maður vill er nefnilega hálf leiðin, hvort sem fólk kallar það að biðja, „secret-a“ eða annað. Markmiðin þurfa þó að vera raunhæf og mikilvægt að ætla sér ekki um of,“ segir Elísabet, sem kveðst vera meistari að upplagi. Því hafi markmið hennar verið ólík markmiðum flestra sem taka þátt í meistaramánuði til að bæta lífsstílinn. „Ég er svo heppin að vera A-manneskja að eðlisfari. Ég reyki hvorki né drekk og vakna skælbrosandi klukkan hálfsjö á morgnana yfir því að kominn sé nýr dagur með fjölskyldunni. Það er dásamlegt að líða þannig, jafnvel þótt það hljómi svolítið væmið,“ segir Elísabet brosmild. Í fyrra setti hún sér meistaramarkmið um að vera frábær mamma, leika við barnið sitt, baka og vera húsfrú, og í ár ætlar hún að lesa inn á hljóðbækur og fleira sem setið hefur á hakanum. „Meistaramánuður snýst um að gera mann hamingjusaman og ánægðan með sjálfan sig. Markmið eru svo jafn ólík og fólkið er margt. Mánuðurinn snýst um að skoða hvar einstaklingurinn stendur, hvað hann vill og hvort hann geti náð þangað. Mér þótti uppörvandi að fylgjast með meistaramánuðinum á Facebook og sjá venjulegt fólk etja kappi við drauma sína, hvort sem það var að bjóða í kaffi og baka tvær sortir, hlaupa maraþon eða horfa á gott sjónvarp með poppi og kók.“ Elísabet er mörgum kunn undir viðurnefninu Beta rokk en segist nú vera kölluð Beta beikon. „Reyndar kom matur aldrei við sögu í meistaramánuði mínum því ég var löngu byrjuð að taka til í sjálfri mér og komin í 12 spora kerfi matarfíkla með afbragðs árangri. Svo lengi sem ég sleppi Snickers og fæ mitt beikon og egg hefur verið áreynslulítið að losna við fjörutíu kíló á fjórum árum.“ Meistaramánuður Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Elísabet Ólafsdóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún tók fyrst þátt í meistaramánuði með háleit og skýr markmið. Hún segir meistaramánuðinn snúast um að gera fólk hamingjusamt og ánægt með sjálft sig og að markmiðin geti snúist um smákökubakstur til maraþonshlaups og allt þar á milli. „Meistaramánuðurinn gjörbreytti lífi mínu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, vefumsjónarkona hjá Ríkisútvarpinu. Elísabet var atvinnulaus þegar hún fyrst tók þátt í meistaramánuði árið 2011 og fékk draumastarfið á síðasta degi mánaðarins. „Ég hafði verið í atvinnuleit eftir fæðingarorlof og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að uppfylla markmið mín en eitt af þeim var að fá vinnu áður en meistaramánuður var úti. Þann 31. október, síðasta dag mánaðarins, bauðst mér svo draumastarfið en bókstaflega allir sem mig þekkja höfðu haft samband þegar sú atvinnuauglýsing birtist svo hún færi ekki fram hjá mér. Þannig var það kannski meistaraleg tilviljun að ég endaði í draumastarfinu á RÚV síðasta meistaradaginn og kannski ekki.“ Elísabet segist þegar hafa verið byrjuð að taka til í sjálfri sér þegar hún ákvað að taka þátt í meistaramánuði. „Ég fann að taktík meistaramánaðarins hentaði mér því það skiptir sköpum að skrifa niður markmið sín. Að vita hvað maður vill er nefnilega hálf leiðin, hvort sem fólk kallar það að biðja, „secret-a“ eða annað. Markmiðin þurfa þó að vera raunhæf og mikilvægt að ætla sér ekki um of,“ segir Elísabet, sem kveðst vera meistari að upplagi. Því hafi markmið hennar verið ólík markmiðum flestra sem taka þátt í meistaramánuði til að bæta lífsstílinn. „Ég er svo heppin að vera A-manneskja að eðlisfari. Ég reyki hvorki né drekk og vakna skælbrosandi klukkan hálfsjö á morgnana yfir því að kominn sé nýr dagur með fjölskyldunni. Það er dásamlegt að líða þannig, jafnvel þótt það hljómi svolítið væmið,“ segir Elísabet brosmild. Í fyrra setti hún sér meistaramarkmið um að vera frábær mamma, leika við barnið sitt, baka og vera húsfrú, og í ár ætlar hún að lesa inn á hljóðbækur og fleira sem setið hefur á hakanum. „Meistaramánuður snýst um að gera mann hamingjusaman og ánægðan með sjálfan sig. Markmið eru svo jafn ólík og fólkið er margt. Mánuðurinn snýst um að skoða hvar einstaklingurinn stendur, hvað hann vill og hvort hann geti náð þangað. Mér þótti uppörvandi að fylgjast með meistaramánuðinum á Facebook og sjá venjulegt fólk etja kappi við drauma sína, hvort sem það var að bjóða í kaffi og baka tvær sortir, hlaupa maraþon eða horfa á gott sjónvarp með poppi og kók.“ Elísabet er mörgum kunn undir viðurnefninu Beta rokk en segist nú vera kölluð Beta beikon. „Reyndar kom matur aldrei við sögu í meistaramánuði mínum því ég var löngu byrjuð að taka til í sjálfri mér og komin í 12 spora kerfi matarfíkla með afbragðs árangri. Svo lengi sem ég sleppi Snickers og fæ mitt beikon og egg hefur verið áreynslulítið að losna við fjörutíu kíló á fjórum árum.“
Meistaramánuður Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira