Markmið geta breytt lífsgæðum Elín Albertsdóttir skrifar 30. september 2013 20:00 Þorsteinn Kári Jónsson, einn upphafsmanna Meistaramánaðar, stýrir nýjum þáttum um Meistaramánuð á Stöð 2 MYND/PJETUR Þorsteinn Kári er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Meistaramánuður sem frumsýndur var á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag. „Ég vinn þessa þætti með Karen Kjartansdóttur fréttamanni en þeir verða sex talsins. Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjálfsskoðun, skipulagningu og markmiðasetningu. Við spyrjum til dæmis hvað þarf að tileinka sér til að setja sér skýrari og betri markmið. Einnig ætlum við að fylgjast með þátttakendum í Meistaramánuði. Vonandi fáum við skemmtilegar reynslusögur,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður út í þættina. Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum voru tvær ungar og hugrakkar stúlkur, önnur glímir við geðhvörf en hin hjartasjúkdóm. „Við spurðum þær hvernig þær nýta sér Meistaramánuðinn með því að setja sér ákveðin markmið. Þá er rætt við fólk um þau takmörk að verða betri manneskjur og ná betri takti í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og vinur hans, Magnús Berg Magnússon, voru í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn. Þeir ræddu oft um hvernig þeir gætu breytt lífi sínu til betri vegar til að ná meiri einbeitingu í námi, til dæmis með því að borða hollari mat, vakna fyrr á morgnana, sleppa áfengisdrykkju um helgar og þess háttar. „Einn daginn tókum við þá ákvörðun að gera eitthvað róttækt í málunum og skora hvor á annan í einn mánuð. Við ákváðum að vakna klukkan hálfsex á morgnana og fara út að hlaupa en ég hafði ekki hreyft mig lengi á þessum tíma. Tappinn var settur í flöskuna og við breyttum mataræðinu til betri vegar. Á nokkrum dögum fundum við mikinn mun á okkur. Maður mætti úthvíldur, hress, kátur og orkumikill í skólann. Það var ótrúlegt hversu miklu við komum í verk fyrir hádegi. Þegar maður fer að reyna á sig, ögra sér og gera kröfur til sín verður það smátt og smátt auðvelt og kemst upp í vana. Það sem er svo áhugavert við þetta er að þessir þrjátíu dagar duga til að breyta lífsviðhorfinu til betri vegar,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa verið mikill b-maður og þess vegna sé það skemmtilegt hversu vel honum tókst að stilla líkamsklukku sína upp á nýtt. „Ef maður er skipulagður og heiðarlegur við sjálfan sig er ótrúlegt hversu hægt er að áorka á stuttum tíma. Ég er mun betur á mig kominn líkamlega en ég var þótt ég hafi aldrei hugsað þetta sem megrun. Með aukinni hreyfingu og betra mataræði kemur hitt af sjálfu sér.“ Meistaramánuður snýst þó ekkert endilega um hreyfingu eða mataræði heldur alls kyns áskoranir. „Það er ákveðið hópefli sem fer í gang í Meistaramánuðinum en markmiðin geta verið mismunandi; lesa fleiri bækur, læra að elda, nota tannþráð á hverjum degi, fara í myndlistarnám eða bara láta gamla drauma rætast.“ Meistaramánuður Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Þorsteinn Kári er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Meistaramánuður sem frumsýndur var á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag. „Ég vinn þessa þætti með Karen Kjartansdóttur fréttamanni en þeir verða sex talsins. Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjálfsskoðun, skipulagningu og markmiðasetningu. Við spyrjum til dæmis hvað þarf að tileinka sér til að setja sér skýrari og betri markmið. Einnig ætlum við að fylgjast með þátttakendum í Meistaramánuði. Vonandi fáum við skemmtilegar reynslusögur,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður út í þættina. Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum voru tvær ungar og hugrakkar stúlkur, önnur glímir við geðhvörf en hin hjartasjúkdóm. „Við spurðum þær hvernig þær nýta sér Meistaramánuðinn með því að setja sér ákveðin markmið. Þá er rætt við fólk um þau takmörk að verða betri manneskjur og ná betri takti í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og vinur hans, Magnús Berg Magnússon, voru í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn. Þeir ræddu oft um hvernig þeir gætu breytt lífi sínu til betri vegar til að ná meiri einbeitingu í námi, til dæmis með því að borða hollari mat, vakna fyrr á morgnana, sleppa áfengisdrykkju um helgar og þess háttar. „Einn daginn tókum við þá ákvörðun að gera eitthvað róttækt í málunum og skora hvor á annan í einn mánuð. Við ákváðum að vakna klukkan hálfsex á morgnana og fara út að hlaupa en ég hafði ekki hreyft mig lengi á þessum tíma. Tappinn var settur í flöskuna og við breyttum mataræðinu til betri vegar. Á nokkrum dögum fundum við mikinn mun á okkur. Maður mætti úthvíldur, hress, kátur og orkumikill í skólann. Það var ótrúlegt hversu miklu við komum í verk fyrir hádegi. Þegar maður fer að reyna á sig, ögra sér og gera kröfur til sín verður það smátt og smátt auðvelt og kemst upp í vana. Það sem er svo áhugavert við þetta er að þessir þrjátíu dagar duga til að breyta lífsviðhorfinu til betri vegar,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa verið mikill b-maður og þess vegna sé það skemmtilegt hversu vel honum tókst að stilla líkamsklukku sína upp á nýtt. „Ef maður er skipulagður og heiðarlegur við sjálfan sig er ótrúlegt hversu hægt er að áorka á stuttum tíma. Ég er mun betur á mig kominn líkamlega en ég var þótt ég hafi aldrei hugsað þetta sem megrun. Með aukinni hreyfingu og betra mataræði kemur hitt af sjálfu sér.“ Meistaramánuður snýst þó ekkert endilega um hreyfingu eða mataræði heldur alls kyns áskoranir. „Það er ákveðið hópefli sem fer í gang í Meistaramánuðinum en markmiðin geta verið mismunandi; lesa fleiri bækur, læra að elda, nota tannþráð á hverjum degi, fara í myndlistarnám eða bara láta gamla drauma rætast.“
Meistaramánuður Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira