Útlendingarnir skilja Benna Erlings Freyr Bjarnason skrifar 30. september 2013 07:30 „Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira