Minna hefði verið enn þá meira Jónas Sen skrifar 1. október 2013 10:00 Kvartett Sigrúnar Eðvaldsdóttur "…túlkunin sannfærandi, kraftmikil og ástríðuþrungin. Tæknileg atriði voru líka á hreinu…“ segir Jónas Sen. Tónlist: Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Verk eftir de Arriaga, Beethoven og Brahms. Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Ásdís Valdimarsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir léku. Juan Cristostomo de Arriaga hét maður. Tónlist eftir hann var á dagskrá Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið. Ég býst ekki við að margir tónleikagesta hafi vitað hver hann var. Samt var hann undrabarn, sem samdi á táningsaldri þrjá glæsilega strengjakvartetta. En hann dó aðeins nítján ára gamall (árið 1826), sennilega úr berklum. Ef hann hefði lifað hefði hann líklega orðið eitt af stóru tónskáldum sögunnar. Fjórir hljóðfæraleikarar hófu tónleikana með því að flytja strengjakvartett nr. 2 eftir tónskáldið. Þetta voru þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik fiðluleikarar, Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Tónlistin var létt og leikandi, en ekki frumleg nema upphafið á hæga kaflanum, sem vísaði fallega í spænska þjóðlagatónlist. Hljóðfæraleikararnir voru í banastuði, spiluð skýrt og af öryggi, samhljómurinn var í prýðilegu jafnvægi, túlkunin lífleg. Engu að síður er ég á þeirri skoðun að þetta verk hefði ekki átt að vera á tónleikunum. Það var hreinn óþarfi. Ástæðan? Jú, strengjakvartett í a-moll op. 132 eftir Beethoven, sem var næstur á dagskrá. Þessi volduga, margslungna, ótrúlega hrífandi tónsmíð er svo mikilfengleg að ekkert annað hefði átt að vera á dagskránni fyrir hlé. Kvartett Beethovens krefst einbeitingar, og það er best að flytja hann þegar áheyrendur eru ferskir. Spilamennskan var þó framúrskarandi. Samspilið var sérlega nákvæmt, og túlkunin fyllilega í anda verksins. Hún var full af átökum, en samt var þar auðfundin einhver hástemmd hugarró, sem kom við hjartað í manni. Beethoven átti bara tvö ár eftir ólifuð þegar hann samdi kvartettinn. Hann hafði verið veikur um tíma, en náð heilsu aftur. Hægi kaflinn ber yfirskriftina „Heilagur þakkaróður til Guðdómsins frá manni sem hefur fengið bata á ný…“ Kaflinn var svo fallega leikinn af fjórmenningunum að ég man varla eftir öðru eins á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins. Það var eitthvað alveg einstakt við flutninginn, sem ómögulegt er að koma orðum að hér. Eftir hlé var á dagskránni strengjakvartett nr. 1 í c-moll eftir Brahms. Hann leið dálítið fyrir að vera síðastur á tónleikum sem voru óþarflega langir. En aftur var túlkunin sannfærandi, kraftmikil og ástríðuþrungin. Tæknileg atriði voru líka á hreinu, rétt eins og fyrir hlé. Þetta var flott!Niðurstaða: Frábær flutningur en tónleikarnir í heild voru óþarflega langir. Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Verk eftir de Arriaga, Beethoven og Brahms. Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Ásdís Valdimarsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir léku. Juan Cristostomo de Arriaga hét maður. Tónlist eftir hann var á dagskrá Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið. Ég býst ekki við að margir tónleikagesta hafi vitað hver hann var. Samt var hann undrabarn, sem samdi á táningsaldri þrjá glæsilega strengjakvartetta. En hann dó aðeins nítján ára gamall (árið 1826), sennilega úr berklum. Ef hann hefði lifað hefði hann líklega orðið eitt af stóru tónskáldum sögunnar. Fjórir hljóðfæraleikarar hófu tónleikana með því að flytja strengjakvartett nr. 2 eftir tónskáldið. Þetta voru þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik fiðluleikarar, Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Tónlistin var létt og leikandi, en ekki frumleg nema upphafið á hæga kaflanum, sem vísaði fallega í spænska þjóðlagatónlist. Hljóðfæraleikararnir voru í banastuði, spiluð skýrt og af öryggi, samhljómurinn var í prýðilegu jafnvægi, túlkunin lífleg. Engu að síður er ég á þeirri skoðun að þetta verk hefði ekki átt að vera á tónleikunum. Það var hreinn óþarfi. Ástæðan? Jú, strengjakvartett í a-moll op. 132 eftir Beethoven, sem var næstur á dagskrá. Þessi volduga, margslungna, ótrúlega hrífandi tónsmíð er svo mikilfengleg að ekkert annað hefði átt að vera á dagskránni fyrir hlé. Kvartett Beethovens krefst einbeitingar, og það er best að flytja hann þegar áheyrendur eru ferskir. Spilamennskan var þó framúrskarandi. Samspilið var sérlega nákvæmt, og túlkunin fyllilega í anda verksins. Hún var full af átökum, en samt var þar auðfundin einhver hástemmd hugarró, sem kom við hjartað í manni. Beethoven átti bara tvö ár eftir ólifuð þegar hann samdi kvartettinn. Hann hafði verið veikur um tíma, en náð heilsu aftur. Hægi kaflinn ber yfirskriftina „Heilagur þakkaróður til Guðdómsins frá manni sem hefur fengið bata á ný…“ Kaflinn var svo fallega leikinn af fjórmenningunum að ég man varla eftir öðru eins á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins. Það var eitthvað alveg einstakt við flutninginn, sem ómögulegt er að koma orðum að hér. Eftir hlé var á dagskránni strengjakvartett nr. 1 í c-moll eftir Brahms. Hann leið dálítið fyrir að vera síðastur á tónleikum sem voru óþarflega langir. En aftur var túlkunin sannfærandi, kraftmikil og ástríðuþrungin. Tæknileg atriði voru líka á hreinu, rétt eins og fyrir hlé. Þetta var flott!Niðurstaða: Frábær flutningur en tónleikarnir í heild voru óþarflega langir.
Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira