Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld.
HK tekur á móti ÍR í Digranesi og Fram heimsækir Val í Vodafonehöllina. Þessir leikir hefjast klukkan 19.30.
Stórleikur kvöldsins er aftur á móti seint á ferðinni eða klukkan 20.30. Þá mætast Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH.
Leikir Hafnarfjarðarliðanna í handboltanum eru með best sóttu íþróttaviðburðum hvers árs enda mikill rígur og stemning alltaf fyrir leikjunum í Firðinum. Komið hefur fyrir að upp úr sjóði jafnt uppi í stúku sem inn á vellinum. Báðum liðum var spáð góðu gengi í vetur enda tefla þau fram afar frambærilegum liðum líkt og síðustu ár.
FH situr á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir með þrjú stig. Engu liði tókst að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni og FH er eina ósigraða liðið í deildinni. FH gerði jafntefli við HK í fyrsta leik og skellti svo Val í þeim næsta.
Haukar töpuðu aftur á móti fyrir Val í fyrsta leik en fóru síðan til Eyja þar sem þeir unnu stórsigur á liði ÍBV. Verður áhugavert að sjá hvað gerist í kvöld.
Hafnarfjarðarslagur á Ásvöllum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
