Martröð hvers foreldris Sara McMahon skrifar 2. október 2013 21:00 Jake Gyllenhaal fer með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Loka í kvikmyndinni Prisoners. Terrence Howard og Viola Davis fara með hlutverk foreldra barns sem hefur verið rænt. Spennumyndin Prisoners skartar Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í helstu hlutverkum. Myndin er í leikstjórn Denis Villeneuve og segir frá brottnámi tveggja telpna og eftirmálum þess. Myndin hefst á því að nágrannafjölskyldurnar Dover og Birch eyða saman þakkargjörðarhátíðinni. Sex ára gamlar dætur hjónanna, Anna Dover og Joy Birch, fara að matnum loknum út að leika sér. Þegar fullorðna fólkið fer að lengja eftir stúlkunum áttar það sig á því að þær eru á bak og burt. Lögreglan er kölluð til og fer rannsóknarlögreglumaðurinn Loki fyrir leitinni. Húsbíll finnst skammt frá og handtekur lögreglan eiganda bílsins, mann að nafni Alex Jones. Vegna skorts á sönnunargöngum er Jones sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Þetta kemur Keller Dover, föður Önnu, í mikið uppnám og hann ákveður að taka málin í eigin hendur, rænir Jones og heldur honum föngnum í von um að fá upplýsingar um líðan og staðsetningu stúlknanna. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Paul Dano og Melissa Leo. Sem áður segir er myndin í leikstjórn Denis Villeneuve, en kvikmynd hans frá árinu 2010, Incendies, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin það árið. Prisoners hefur hlotið mikið lof og fékk 8,3 í einkunn á vefsíðunni Imdb og 80 prósent í einkunn á Rottentomatoes. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Spennumyndin Prisoners skartar Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í helstu hlutverkum. Myndin er í leikstjórn Denis Villeneuve og segir frá brottnámi tveggja telpna og eftirmálum þess. Myndin hefst á því að nágrannafjölskyldurnar Dover og Birch eyða saman þakkargjörðarhátíðinni. Sex ára gamlar dætur hjónanna, Anna Dover og Joy Birch, fara að matnum loknum út að leika sér. Þegar fullorðna fólkið fer að lengja eftir stúlkunum áttar það sig á því að þær eru á bak og burt. Lögreglan er kölluð til og fer rannsóknarlögreglumaðurinn Loki fyrir leitinni. Húsbíll finnst skammt frá og handtekur lögreglan eiganda bílsins, mann að nafni Alex Jones. Vegna skorts á sönnunargöngum er Jones sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Þetta kemur Keller Dover, föður Önnu, í mikið uppnám og hann ákveður að taka málin í eigin hendur, rænir Jones og heldur honum föngnum í von um að fá upplýsingar um líðan og staðsetningu stúlknanna. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Paul Dano og Melissa Leo. Sem áður segir er myndin í leikstjórn Denis Villeneuve, en kvikmynd hans frá árinu 2010, Incendies, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin það árið. Prisoners hefur hlotið mikið lof og fékk 8,3 í einkunn á vefsíðunni Imdb og 80 prósent í einkunn á Rottentomatoes.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira