Þjálfari Hólmfríðar vill stilla upp litlum myndavélum á öllum leikjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:30 Hólmfríður og félagar fögnuðu sigrinum um helgina vel. Mynd/Aðsend „Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
„Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira