Örugg óhamingja Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. október 2013 06:00 Í augum okkar flestra merkja fyrirsjá og stöðugleiki það sama og öryggi. Foreldrar mínir eru engin undantekning þar á en þeirra kynslóð lenti illa í óðaverðbólgu og gengisfalli. Það var því kannski eðlilegt að uppeldi mitt gekk út á að setja öryggið alltaf á oddinn. Þannig átti ég að sérhæfa mig, finna starf við hæfi og ílengjast þar á meðan starfsþrek og áhugi vinnuveitanda væru fyrir hendi. Fjárfesta síðan í steinsteypu og helst ríkisskuldabréfum ef einhver afgangur væri af launaseðlinum um mánaðamótin. Eins og öll vel upp alin börn fór ég að ráðum þeirra. Skráði mig í lögfræði, fékk eftir útskrift vinnu á góðri lögmannsstofu og framtíðin var björt. Ekki liðu margir mánuðir þar til ég var búin að fjárfesta í íbúð (klikkaði aðeins á ríkisskuldabréfunum). Ég var komin á beinu brautina og foreldrar mínir réðu sér ekki fyrir kæti. Það var bara eitt sem vantaði. Áhugi minn á lögfræðistörfum hafði tapast einhvers staðar á göngum Háskóla Íslands og kom aldrei í leitirnar þrátt fyrir að rífleg fundarlaun væru í boði. Og afleiðingarnar komu fljótt í ljós. Við eyðum að meðaltali 1.732 klukkutímum á hverju ári í vinnunni, sem eitt og sér er nóg til að stútfylla hvaða áhugalausan starfsmann (ég tala af reynslu) af sjálfsvorkunn og almennum leiða. Þá voru góð ráð dýr. Hvort átti að velja áframhaldandi öryggi eða mögulega starfshamingju í öðru starfi? Ég valdi síðari kostinn og skipti um starfsvettvang. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir – enn þá. En þegar ég tilkynnti gömlu hjónunum að ég væri búin að segja upp án þess að vera með annað starf í hendi voru viðbrögðin svipuð og ég hefði tilkynnt þeim að ég gengi með fjórbura án þess að vita hver faðirinn væri. Þetta er sem betur fer að breytast. Ég finn það á minni kynslóð að ég er ekki ein; ungt fólk í dag er óragt við að skipta um vinnu, starfsvettvang og leita hófanna erlendis. Það verður að teljast jákvæð þróun. Við lifum bara einu sinni. Hver vill vera óhamingjusamur í 1.732 klukkutíma á ári? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Í augum okkar flestra merkja fyrirsjá og stöðugleiki það sama og öryggi. Foreldrar mínir eru engin undantekning þar á en þeirra kynslóð lenti illa í óðaverðbólgu og gengisfalli. Það var því kannski eðlilegt að uppeldi mitt gekk út á að setja öryggið alltaf á oddinn. Þannig átti ég að sérhæfa mig, finna starf við hæfi og ílengjast þar á meðan starfsþrek og áhugi vinnuveitanda væru fyrir hendi. Fjárfesta síðan í steinsteypu og helst ríkisskuldabréfum ef einhver afgangur væri af launaseðlinum um mánaðamótin. Eins og öll vel upp alin börn fór ég að ráðum þeirra. Skráði mig í lögfræði, fékk eftir útskrift vinnu á góðri lögmannsstofu og framtíðin var björt. Ekki liðu margir mánuðir þar til ég var búin að fjárfesta í íbúð (klikkaði aðeins á ríkisskuldabréfunum). Ég var komin á beinu brautina og foreldrar mínir réðu sér ekki fyrir kæti. Það var bara eitt sem vantaði. Áhugi minn á lögfræðistörfum hafði tapast einhvers staðar á göngum Háskóla Íslands og kom aldrei í leitirnar þrátt fyrir að rífleg fundarlaun væru í boði. Og afleiðingarnar komu fljótt í ljós. Við eyðum að meðaltali 1.732 klukkutímum á hverju ári í vinnunni, sem eitt og sér er nóg til að stútfylla hvaða áhugalausan starfsmann (ég tala af reynslu) af sjálfsvorkunn og almennum leiða. Þá voru góð ráð dýr. Hvort átti að velja áframhaldandi öryggi eða mögulega starfshamingju í öðru starfi? Ég valdi síðari kostinn og skipti um starfsvettvang. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir – enn þá. En þegar ég tilkynnti gömlu hjónunum að ég væri búin að segja upp án þess að vera með annað starf í hendi voru viðbrögðin svipuð og ég hefði tilkynnt þeim að ég gengi með fjórbura án þess að vita hver faðirinn væri. Þetta er sem betur fer að breytast. Ég finn það á minni kynslóð að ég er ekki ein; ungt fólk í dag er óragt við að skipta um vinnu, starfsvettvang og leita hófanna erlendis. Það verður að teljast jákvæð þróun. Við lifum bara einu sinni. Hver vill vera óhamingjusamur í 1.732 klukkutíma á ári?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun