Maðurinn sem blessar húsin Kjartan Guðmundsson skrifar 12. október 2013 09:00 Magnea B. Valdimarsdóttir við sundurgrafna Hverfisgötuna ásamt dóttur sinni. Fréttablaðið/Valli „Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira