Mjög skemmtilegt að skora í þessum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 07:00 Atvinnumannaferill Söru Bjarkar Gunnarsdóttur byrjar vel. Frábær leikmaður í frábæru liði. Mynd/AFP Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira