Safnaði á Kickstarter fyrir Íslandsbók Freyr Bjarnason skrifar 14. október 2013 09:00 Edward Hancox safnaði fyrir útgáfu bókarinnar í gegnum Kickstarter. Bók Englendingsins Edwards Hancox, Iceland, Defrosted, hefur fengið góð viðbrögð síðan hún kom út. Hann safnaði fyrir útgáfu hennar á vefsíðunni Kickstarter. „Bókin fjallar um þráhyggju mína sem Englendingur fyrir stöðunum, fólkinu og tónlistinni á Íslandi,“ sagði Hancox, sem heimsótti Ísland fyrst fyrir níu árum. „Eftir alla erfiðisvinnuna sem fór í að skrifa hana, þurfti ég að ná Iceland, Defrosted af harða drifinu í tölvunni yfir á kaffiborðin. Án hins ótrúlega stuðnings allra bakhjarla minna á Kickstarter hefði ég eytt stórum hluta af lífi mínu í að skrifa eitthvað sem enginn annar hefði lesið.“ Í dómi tímaritsins National Geographic Traveller um bókina segir: „Mjög persónuleg bók um þráhyggju Englendings varðandi allt sem er íslenskt. Hjartnæm frásögn þar sem lögð er áhersla á fólkið og reynslu þess.“ Breskir fjölmiðlar hafa einnig farið lofsamlegum ummælum um hana. Í bókinni skrifar Hancox töluvert um íslenska tónlist og tekur viðtöl við Sóleyju, Lay Low, Ólaf Arnalds, Snorra Helgason og Hafdísi Huld. Hancox hefur skrifað fjölmargar blaðagreinar um Ísland sem hafa birst í Iceland Review, Atlantica og Reykjavík Grapevine. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bók Englendingsins Edwards Hancox, Iceland, Defrosted, hefur fengið góð viðbrögð síðan hún kom út. Hann safnaði fyrir útgáfu hennar á vefsíðunni Kickstarter. „Bókin fjallar um þráhyggju mína sem Englendingur fyrir stöðunum, fólkinu og tónlistinni á Íslandi,“ sagði Hancox, sem heimsótti Ísland fyrst fyrir níu árum. „Eftir alla erfiðisvinnuna sem fór í að skrifa hana, þurfti ég að ná Iceland, Defrosted af harða drifinu í tölvunni yfir á kaffiborðin. Án hins ótrúlega stuðnings allra bakhjarla minna á Kickstarter hefði ég eytt stórum hluta af lífi mínu í að skrifa eitthvað sem enginn annar hefði lesið.“ Í dómi tímaritsins National Geographic Traveller um bókina segir: „Mjög persónuleg bók um þráhyggju Englendings varðandi allt sem er íslenskt. Hjartnæm frásögn þar sem lögð er áhersla á fólkið og reynslu þess.“ Breskir fjölmiðlar hafa einnig farið lofsamlegum ummælum um hana. Í bókinni skrifar Hancox töluvert um íslenska tónlist og tekur viðtöl við Sóleyju, Lay Low, Ólaf Arnalds, Snorra Helgason og Hafdísi Huld. Hancox hefur skrifað fjölmargar blaðagreinar um Ísland sem hafa birst í Iceland Review, Atlantica og Reykjavík Grapevine.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira