Stórhættulegt að setja grindverk milli kynja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2013 11:00 Hús Bernhörðu Alba. Kristín Jóhannesdóttir og hluti leikhópsins. Fréttablaðið/GVA Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira