Enginn getur verið eins vondur við mann og maður sjálfur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. október 2013 09:00 Vigdís segist ekki óttast það að þykja klikkuð þrátt fyrir að hafa upplýst um tvískipta persónuleikann. "Eru ekki allir öðruvísi?“ spyr hún .Fréttablaðið/Pjetur Dísusaga – konan með gulu töskuna er skáldævisaga Vigdísar Grímsdóttur þar sem hún lýsir þeim afleiðingum sem nauðgun þegar hún var tíu ára hefur haft á líf hennar. Sagan er engin venjuleg ævisaga enda skrifuð af tveimur ólíkum persónum, Dísu og Gríms – þeirri gulu og þeirri svörtu sem báðar búa í líkama Vigdísar. Það er sú svarta sem tekur á móti mér, rennir sólgleraugunum niður nefið og pírir á mig augun. „Ég hef ekkert að gera í viðtal,“ urrar hún. „Ég er búin að segja allt í bókinni.“ Mér krossbregður, tafsa eitthvað um að standa við orð sín og hún brestur í skellihlátur. „Ha! Þar náði ég þér. Komdu upp.“ Þegar inn í eldhúsið er komið ber hún fyrir mig kaffi, rúsínur og eplaköku og sest á móti mér við borðið. „Hvað var það sem þú vildir vita?“ segir hún og glottir. „Hvort ég sé nú endanlega orðin galin?“ Aftur vefst mér tunga um tönn en herði mig upp og bauna á hana fyrstu spurningunni: Var ekki hrikalega erfitt að skrifa þessa bók? „Nei, veistu það var bara svakalega gaman. Ég var reyndar voðalega búin eftir að skrifa fjórða kaflann þar sem nauðguninni og tilkomu Gríms er lýst en yfirleitt var skemmtunin miklu meiri en sársaukinn.“ Hefurðu einhvern tíma talað um nauðgunina við einhvern? „Nei, eiginlega ekki, nema hvað ég sagði sálfræðingi einu sinni frá henni og svo hef ég auðvitað talað heilmikið um hana við sjálfa mig, þær eru alltaf að tala saman þær Dísa og Gríms. Og þær eru mjög pirraðar á þessu eilífa tali um misnotkun. Hvað þýðir það orð eiginlega? Nauðgun er alltaf nauðgun, líka þegar börn eiga í hlut og mér finnst alveg ömurlegt að fela þann glæp á bak við eitthvert orðskrípi eins og misnotkun. Var ekki einhver frétt í blöðunum um daginn um mann sem misnotaði kreditkort? Eru börn þá í sama flokki og krítarkortin? Þvílík lítilsvirðing. Nauðgun er einhver versti glæpur sem til er og fólk er bara farið að yppa öxlum þegar það heyrir um eitt misnotkunarmálið enn og flýta sér að fara að hugsa um eitthvað annað. Það er orðið þreytt á þessu andskotans orði; misnotkun, og umræða um þennan glæp má ekki þreyta fólk. Hann er alltof alvarlegur til þess.“Innbyrðir ódæðismanninnHefurðu eitthvað „unnið úr áfallinu“ eins og það heitir? „Nei, ekki eftir neinum forskriftum. Maður lærir að lifa með því hver maður er og hvað hefur komið fyrir mann, en auðvitað hefur þessi upplifun litað allt mitt líf. Nauðgun hefur svo ofsalegar afleiðingar en þær eru ekkert endilega allar til ills.“Er ekki harðbannað að segja svona? „Jú, jú, en ég meina bara að ég hefði ekkert viljað lifa lífinu öðruvísi en ég hef gert. Auðvitað hefði ég viljað losna við að vera nauðgað en ég veit ekkert hvaða líf hefði þá beðið mín. Kannski hefði ég verið mikið betur heppnuð manneskja, ekki svona oft ráðvillt og rugluð, en fólk sem hefur lesið þessa bók segist alveg vita um hvað ég er að tala þótt það hafi ekki orðið fyrir nauðgun eða öðru ofbeldi.“ Vigdís segist ekkert vita hvaða menn það voru sem nauðguðu henni, hún hafi aldrei viljað vita það, enda skipti það engu máli. Hún hafi hins vegar oft velt því fyrir sér hvernig í ósköpunum hægt sé að gera svona lagað. „Tveir fullorðnir menn sem skiptast á um að halda og nauðga litlu barni. Hvernig dettur þeim það í hug? Hvaðan kemur svona fáránleg hugmynd? Og hvað gera þeir svo? Fara bara heim og fá sér súpu og lesa sögu fyrir börnin sín? Ég skil þetta ekki og mun aldrei skilja það.“Þú ert alveg meðvituð um að skipting persónuleikans hafi orðið til við nauðgunina? „Já, hún Gríms varð til við hana og tók strax stjórnina. Hún hefur alltaf haldið Dísu niðri og hugsað um almenningsálitið og hvað fólk myndi halda ef það vissi hvernig Dísa er. Ég veit reyndar ekkert hvort fólk sem verður fyrir ofbeldi klofnar svona almennt, en hef þó oft heyrt um það og held að það sé mjög algengt. Það sem gerist við ofbeldi er að þú innbyrðir ódæðismanninn og ferð að haga þér eins og hann gerði við sjálfa þig. Sterkari persónuleikinn heldur kúguninni og þögguninni áfram og sannfærir hinn um að hann sé bara aumingi sem liggi grenjandi uppi í rúmi, þori ekki í skólann og pissi á sig. Það er enginn sem getur verið eins vondur við mann og maður sjálfur.“Þær eru ansi ólíkar manneskjur, þær Dísa og Gríms. Hvernig hefur sambúðin gengið? „Þær gætu varla verið ólíkari. Önnur sem vill vera glöð í gulum kjól og hin sem er alltaf svartklædd og stíf. Önnur reykir og drekkur en hin gerir hvorugt og þarf stundum að sitja uppi með rorrandi fyllibyttu fram á nætur, það getur oft verið ansi erfitt.“Öðruvísi en hvað?Og þú ert ekkert hrædd um að fólk haldi að þú sért klikkuð að halda því fram að þú sért tvær manneskjur? „Nei, ég er búin að bögglast með þann ótta í fimmtíu ár og það er ótrúlegt frelsi að vera bara maður sjálfur og segja hlutina hreint út, enda kannski kominn tími til eftir svona langan tíma. Óttinn við að afhjúpa mig hefur stýrt mér alltof lengi.“ Vigdís hefur þó oft efast um geðheilsu sína og í gegnum tíðina verið greind með geðhvörf, þunglyndi og persónuleikaröskun, en hún tekur hæfilega mikið mark á þeim greiningum núorðið. „Það er ekkert að mér! Ég er bara hrygg og glöð og hress og döpur og tvær manneskjur í einni. Ég skil ekki alltaf þetta tal um geðveiki. Sá stimpill hefur verið notaður grimmt í gegnum tíðina til að halda konum á mottunni. Þær hafa verið lokaðar inni þegar þær hafa verið fyrir skáldum eins og T.S. Elliot sem lokaði sína konu inni svo hún yrði honum ekki til skammar í fínum kreðsum. Það var ekkert að þessari konu, hún var bara hvatvís. Öðruvísi en leiðindakellingarnar sem hann umgekkst. Það hefur alltaf verið talið svo óskaplega hættulegt að vera öðruvísi. En ég spyr; öðruvísi en hvað? Það eru engir tveir eins. Fólk er alls konar og það er bara allt í lagi. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?“ söng Páll Óskar um árið og það á ekkert bara við um samkynhneigða. Við erum öll eins og við erum og getum ekki annað.“Hver er Elskhuginn?Bókin er sett upp sem bréf Dísu og Gríms til Elskhugans – með stórum staf. Ég hef mínar hugmyndir um hvað hann táknar en vilt þú upplýsa lesendur um það? „Nei. Það er búið að liggja í mér að segja hver þetta sé en það verður fólk nú að finna út fyrir sjálft sig. Hann persónugerir í rauninni bara þessa endalausu höfnun sem maður upplifir, hvort sem hún er raunveruleg eða ekki. Hann er ekki alltaf neitt sérstaklega gæfulegur, þessi blessaði elskhugi, hann lætur Gríms alveg heyra það óþvegið. Og það er svo erfitt að heyra sannleikann, sérstaklega þegar hann kemur frá einhverjum sem maður elskar þegar maður þráir ekkert heitar en öðlast viðurkenningu hans og ást.“Einn stimpillinn sem á þig hefur verið settur er að þú sért samkynhneigð. Ertu það? „Mér finnst samkynhneigð nú dálítið fallegt orð, öfugt við misnotkun, en ég held að allt fólk sé tvíkynhneigt í eðli sínu. Það elski bara manneskjur, ekki kyn. Ég er allavega þannig, þótt ég verði svo sem ekkert sérlega ástfangin af einum né neinum og vilji mest vera ein. En kynið skiptir allavega ekki nokkru máli. Ást er alltaf af hinu góða og hver fyrir henni verður er algjört aukaatriði.“Þessi elskhugi stendur sem sagt ekki fyrr neinn ákveðinn karl – eða konu? „Sýnist þér það? Ég er í smá sjokki yfir að einu sinni enn virðist það sem ég skrifa vera svo óljóst að fólk misskilur það. Ég hélt að hver og einn gæti auðveldlega reiknað það út hvert hlutverk Elskhugans er í sögunni, svona getur maður nú verið vitlaus. Ef lesendur vilja endilega hanga í þeirri hugmynd að ég sé að skrifa um einhvern einn karl sem hafi farið illa með mig, þá er voðalega lítið sem ég get gert í því. Nema auðvitað bölvað sjálfri mér, eða Dísu öllu heldur, fyrir að koma þessu svona illa frá sér.“Ástarsagan í bókinni fjallar sem sé ekki um stóru ástina í lífi þínu? „Jú, á vissan hátt gerir hún það nefnilega, en ég get ekki sagt á hvern hátt hún gerir það nema ljóstra of miklu upp um söguna.“Viltu þá ekki segja mér hver stóra ástin er? „Það er kannski ljótt að segja það en auðvitað þykir manni vænna um bækurnar sínar en nokkuð annað í heiminum. Það er bara þannig og það þýðir ekki að maður sjái ekki gallana á þeim. Það er enn einn plúsinn við að vera tvær manneskjur. Dísa hefur svo sannarlega oft rakkað niður það sem Gríms hefur skrifað og ekkert verið að skafa utan af því, eins og reyndar kemur fram í bókinni. Það er hollt og gott, þótt það svíði kannski á meðan. Ég held að það sé öllum höfundum hollt að temja sér óvægna sjálfsgagnrýni og margir þeirra mættu svo sannarlega gera meira af því.“Ekki handhafi sannleikans Elskhuginn yfirgefur Gríms og Dísu fyrir þrettán árum, hvað gerðist þá? „Ég veit það ekki, kannski týndi ég bara sjálfri mér þá. Sérstaklega eftir að ég fékk heilahimnubólguna 2006 og týndi orðaforðanum, kunni ekki að lesa og þurfti nánast að læra stafina upp á nýtt. Ég þurfti að hafa ansi mikið fyrir því að læra allt aftur og upplifunin var að ég væri komin inn í einhvers konar einangrun, passaði ekki lengur inn í umhverfið. En þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því að ég var nú búin að vera týnd í þó nokkur ár áður en ég fékk heilahimnubólguna.“Breytti sú upplifun að vera við dauðans dyr sýn þinni á lífið? „Já, hún gerði það. Sérstaklega varð mér ljóst hvað það er mikið húmbúkk að reyna að lifa lífi sínu eins og maður „á“ að gera. Það skiptir svo miklu máli að þora að vera maður sjálfur og hætta að þóknast. Og sem rithöfundur þarf maður líka að gera sér grein fyrir því að maður er ekki handhafi sannleikans. Það hefur ekkert nýtt verið sagt í heiminum síðan guð má vita hvenær. En hvernig maður splæsir orðunum saman getur þegar best tekst til kannski orðið til þess að maður skapar eitthvað nýtt. Maður á ekki að biðja um meira.“ Hvað skiptir þá mestu máli? „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt. Lykillinn að lífshamingjunni er í barnshjartanu, það er bara þannig. Ég veit að þetta hljómar bæði væmið og vemmilegt, en svona einfaldur er nú sannleikurinn. Ég vildi að við gætum öll haft það að leiðarljósi.“Brot úr DísusöguÍ fjórða kafla bókarinnar lýsir Dísa nauðguninni og því hvernig Gríms kom henni til bjargar.Ég nötraði líka og ég skalf vegna þeirrar áreynslu sem það var mér að rifja upp misnotkun bernsku minnar í ljótum kofa af vondum kalli og syni hans þetta vonda sumar sem pabbi minn og mamma sigldu burt til útlanda með Rangánni. Það var þá, þegar sársaukinn og dauðinn læstu klónum í mig og Guð hvarf úr lífi mínu í eitt skipti fyrir öll, sem hún svarta, freka og grimma Gríms varð til. Hún stóð þarna allt í einu fyrir framan mig í svörtum fötum, með glóandi augun og hörkulegu andlitsdrættina, og hún var með sverð í hendinni og klút um hárið einsog samúræi og hún sveiflaði sverðinu í kringum sig og sagðist skyldu bjarga mér úr helvítis andskotans málunum og hún skyldi sigra og ég skyldi halda kjafti og bíta á jaxlinn. – Ég er komin til að bjarga þér, Dísa litla Gríms, vegna þess að þá þolir þú sársaukann betur og verður ekki eins hrædd. Horfðu bara á mig á meðan þetta gengur yfir. Kreistu höndina mína fast. Lokaðu svo augunum og hugsaðu um hana mömmu þína sem kemur bráðum heim. Hugsaðu um hana mömmu þína og hvað hún er alltaf góð. Hugsaðu um að þú sjáir hana í bláum heimi þar sem engin ský eru á himninum. Hugsaðu að þú sért blá og kunnir að svífa í himninum við hliðina á mömmu þinni. Ég verð hérna og passa að þú finnir ekki til. Ég bít og klóra fyrir þig af því að þú getur það ekki. Ég berst fyrir þig af því að þú kannt það ekki. Hugsaðu um hvað hún mamma þín er mjúk og hlý og hvað það verður gott að taka utan um hana þegar hún kemur aftur heim. Hugsaðu um þegar hún stendur á bryggjunni við hliðina á honum pabba þínum og þau fara að hlæja þegar þau sjá þig. Hugsaðu um systkini þín og hvað þau eru lítil og góð og hvað það er gott að eiga stað með þeim. Hugsaðu um pabba þinn sem treystir þér og veit hvað þú ert dugleg og sterk stelpa. Hugsaðu um hvað það verður gaman þegar þið verðið aftur öll saman á Kleppsveginum. Hugsaðu, Dísa Gríms, hugsaðu. Það bítur ekkert á þig ef þú hugsar og svífur og leyfir mér að ráða, því þá þolirðu allt á milli himinsins og jarðarinnar af því að þú ert í vondum draumi og bráðum lýkur honum og þá verður allt aftur gott og fallegt og ég fer aldrei frá þér. Ég verð alltaf hjá þér og hugsa fyrir þig. Ég verð alltaf hjá þér og hugsa um þig. Ég verð alltaf hjá þér og geymi þig, sagði Gríms, og ég gerði einsog hún sagði. bls. 128-129 Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dísusaga – konan með gulu töskuna er skáldævisaga Vigdísar Grímsdóttur þar sem hún lýsir þeim afleiðingum sem nauðgun þegar hún var tíu ára hefur haft á líf hennar. Sagan er engin venjuleg ævisaga enda skrifuð af tveimur ólíkum persónum, Dísu og Gríms – þeirri gulu og þeirri svörtu sem báðar búa í líkama Vigdísar. Það er sú svarta sem tekur á móti mér, rennir sólgleraugunum niður nefið og pírir á mig augun. „Ég hef ekkert að gera í viðtal,“ urrar hún. „Ég er búin að segja allt í bókinni.“ Mér krossbregður, tafsa eitthvað um að standa við orð sín og hún brestur í skellihlátur. „Ha! Þar náði ég þér. Komdu upp.“ Þegar inn í eldhúsið er komið ber hún fyrir mig kaffi, rúsínur og eplaköku og sest á móti mér við borðið. „Hvað var það sem þú vildir vita?“ segir hún og glottir. „Hvort ég sé nú endanlega orðin galin?“ Aftur vefst mér tunga um tönn en herði mig upp og bauna á hana fyrstu spurningunni: Var ekki hrikalega erfitt að skrifa þessa bók? „Nei, veistu það var bara svakalega gaman. Ég var reyndar voðalega búin eftir að skrifa fjórða kaflann þar sem nauðguninni og tilkomu Gríms er lýst en yfirleitt var skemmtunin miklu meiri en sársaukinn.“ Hefurðu einhvern tíma talað um nauðgunina við einhvern? „Nei, eiginlega ekki, nema hvað ég sagði sálfræðingi einu sinni frá henni og svo hef ég auðvitað talað heilmikið um hana við sjálfa mig, þær eru alltaf að tala saman þær Dísa og Gríms. Og þær eru mjög pirraðar á þessu eilífa tali um misnotkun. Hvað þýðir það orð eiginlega? Nauðgun er alltaf nauðgun, líka þegar börn eiga í hlut og mér finnst alveg ömurlegt að fela þann glæp á bak við eitthvert orðskrípi eins og misnotkun. Var ekki einhver frétt í blöðunum um daginn um mann sem misnotaði kreditkort? Eru börn þá í sama flokki og krítarkortin? Þvílík lítilsvirðing. Nauðgun er einhver versti glæpur sem til er og fólk er bara farið að yppa öxlum þegar það heyrir um eitt misnotkunarmálið enn og flýta sér að fara að hugsa um eitthvað annað. Það er orðið þreytt á þessu andskotans orði; misnotkun, og umræða um þennan glæp má ekki þreyta fólk. Hann er alltof alvarlegur til þess.“Innbyrðir ódæðismanninnHefurðu eitthvað „unnið úr áfallinu“ eins og það heitir? „Nei, ekki eftir neinum forskriftum. Maður lærir að lifa með því hver maður er og hvað hefur komið fyrir mann, en auðvitað hefur þessi upplifun litað allt mitt líf. Nauðgun hefur svo ofsalegar afleiðingar en þær eru ekkert endilega allar til ills.“Er ekki harðbannað að segja svona? „Jú, jú, en ég meina bara að ég hefði ekkert viljað lifa lífinu öðruvísi en ég hef gert. Auðvitað hefði ég viljað losna við að vera nauðgað en ég veit ekkert hvaða líf hefði þá beðið mín. Kannski hefði ég verið mikið betur heppnuð manneskja, ekki svona oft ráðvillt og rugluð, en fólk sem hefur lesið þessa bók segist alveg vita um hvað ég er að tala þótt það hafi ekki orðið fyrir nauðgun eða öðru ofbeldi.“ Vigdís segist ekkert vita hvaða menn það voru sem nauðguðu henni, hún hafi aldrei viljað vita það, enda skipti það engu máli. Hún hafi hins vegar oft velt því fyrir sér hvernig í ósköpunum hægt sé að gera svona lagað. „Tveir fullorðnir menn sem skiptast á um að halda og nauðga litlu barni. Hvernig dettur þeim það í hug? Hvaðan kemur svona fáránleg hugmynd? Og hvað gera þeir svo? Fara bara heim og fá sér súpu og lesa sögu fyrir börnin sín? Ég skil þetta ekki og mun aldrei skilja það.“Þú ert alveg meðvituð um að skipting persónuleikans hafi orðið til við nauðgunina? „Já, hún Gríms varð til við hana og tók strax stjórnina. Hún hefur alltaf haldið Dísu niðri og hugsað um almenningsálitið og hvað fólk myndi halda ef það vissi hvernig Dísa er. Ég veit reyndar ekkert hvort fólk sem verður fyrir ofbeldi klofnar svona almennt, en hef þó oft heyrt um það og held að það sé mjög algengt. Það sem gerist við ofbeldi er að þú innbyrðir ódæðismanninn og ferð að haga þér eins og hann gerði við sjálfa þig. Sterkari persónuleikinn heldur kúguninni og þögguninni áfram og sannfærir hinn um að hann sé bara aumingi sem liggi grenjandi uppi í rúmi, þori ekki í skólann og pissi á sig. Það er enginn sem getur verið eins vondur við mann og maður sjálfur.“Þær eru ansi ólíkar manneskjur, þær Dísa og Gríms. Hvernig hefur sambúðin gengið? „Þær gætu varla verið ólíkari. Önnur sem vill vera glöð í gulum kjól og hin sem er alltaf svartklædd og stíf. Önnur reykir og drekkur en hin gerir hvorugt og þarf stundum að sitja uppi með rorrandi fyllibyttu fram á nætur, það getur oft verið ansi erfitt.“Öðruvísi en hvað?Og þú ert ekkert hrædd um að fólk haldi að þú sért klikkuð að halda því fram að þú sért tvær manneskjur? „Nei, ég er búin að bögglast með þann ótta í fimmtíu ár og það er ótrúlegt frelsi að vera bara maður sjálfur og segja hlutina hreint út, enda kannski kominn tími til eftir svona langan tíma. Óttinn við að afhjúpa mig hefur stýrt mér alltof lengi.“ Vigdís hefur þó oft efast um geðheilsu sína og í gegnum tíðina verið greind með geðhvörf, þunglyndi og persónuleikaröskun, en hún tekur hæfilega mikið mark á þeim greiningum núorðið. „Það er ekkert að mér! Ég er bara hrygg og glöð og hress og döpur og tvær manneskjur í einni. Ég skil ekki alltaf þetta tal um geðveiki. Sá stimpill hefur verið notaður grimmt í gegnum tíðina til að halda konum á mottunni. Þær hafa verið lokaðar inni þegar þær hafa verið fyrir skáldum eins og T.S. Elliot sem lokaði sína konu inni svo hún yrði honum ekki til skammar í fínum kreðsum. Það var ekkert að þessari konu, hún var bara hvatvís. Öðruvísi en leiðindakellingarnar sem hann umgekkst. Það hefur alltaf verið talið svo óskaplega hættulegt að vera öðruvísi. En ég spyr; öðruvísi en hvað? Það eru engir tveir eins. Fólk er alls konar og það er bara allt í lagi. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?“ söng Páll Óskar um árið og það á ekkert bara við um samkynhneigða. Við erum öll eins og við erum og getum ekki annað.“Hver er Elskhuginn?Bókin er sett upp sem bréf Dísu og Gríms til Elskhugans – með stórum staf. Ég hef mínar hugmyndir um hvað hann táknar en vilt þú upplýsa lesendur um það? „Nei. Það er búið að liggja í mér að segja hver þetta sé en það verður fólk nú að finna út fyrir sjálft sig. Hann persónugerir í rauninni bara þessa endalausu höfnun sem maður upplifir, hvort sem hún er raunveruleg eða ekki. Hann er ekki alltaf neitt sérstaklega gæfulegur, þessi blessaði elskhugi, hann lætur Gríms alveg heyra það óþvegið. Og það er svo erfitt að heyra sannleikann, sérstaklega þegar hann kemur frá einhverjum sem maður elskar þegar maður þráir ekkert heitar en öðlast viðurkenningu hans og ást.“Einn stimpillinn sem á þig hefur verið settur er að þú sért samkynhneigð. Ertu það? „Mér finnst samkynhneigð nú dálítið fallegt orð, öfugt við misnotkun, en ég held að allt fólk sé tvíkynhneigt í eðli sínu. Það elski bara manneskjur, ekki kyn. Ég er allavega þannig, þótt ég verði svo sem ekkert sérlega ástfangin af einum né neinum og vilji mest vera ein. En kynið skiptir allavega ekki nokkru máli. Ást er alltaf af hinu góða og hver fyrir henni verður er algjört aukaatriði.“Þessi elskhugi stendur sem sagt ekki fyrr neinn ákveðinn karl – eða konu? „Sýnist þér það? Ég er í smá sjokki yfir að einu sinni enn virðist það sem ég skrifa vera svo óljóst að fólk misskilur það. Ég hélt að hver og einn gæti auðveldlega reiknað það út hvert hlutverk Elskhugans er í sögunni, svona getur maður nú verið vitlaus. Ef lesendur vilja endilega hanga í þeirri hugmynd að ég sé að skrifa um einhvern einn karl sem hafi farið illa með mig, þá er voðalega lítið sem ég get gert í því. Nema auðvitað bölvað sjálfri mér, eða Dísu öllu heldur, fyrir að koma þessu svona illa frá sér.“Ástarsagan í bókinni fjallar sem sé ekki um stóru ástina í lífi þínu? „Jú, á vissan hátt gerir hún það nefnilega, en ég get ekki sagt á hvern hátt hún gerir það nema ljóstra of miklu upp um söguna.“Viltu þá ekki segja mér hver stóra ástin er? „Það er kannski ljótt að segja það en auðvitað þykir manni vænna um bækurnar sínar en nokkuð annað í heiminum. Það er bara þannig og það þýðir ekki að maður sjái ekki gallana á þeim. Það er enn einn plúsinn við að vera tvær manneskjur. Dísa hefur svo sannarlega oft rakkað niður það sem Gríms hefur skrifað og ekkert verið að skafa utan af því, eins og reyndar kemur fram í bókinni. Það er hollt og gott, þótt það svíði kannski á meðan. Ég held að það sé öllum höfundum hollt að temja sér óvægna sjálfsgagnrýni og margir þeirra mættu svo sannarlega gera meira af því.“Ekki handhafi sannleikans Elskhuginn yfirgefur Gríms og Dísu fyrir þrettán árum, hvað gerðist þá? „Ég veit það ekki, kannski týndi ég bara sjálfri mér þá. Sérstaklega eftir að ég fékk heilahimnubólguna 2006 og týndi orðaforðanum, kunni ekki að lesa og þurfti nánast að læra stafina upp á nýtt. Ég þurfti að hafa ansi mikið fyrir því að læra allt aftur og upplifunin var að ég væri komin inn í einhvers konar einangrun, passaði ekki lengur inn í umhverfið. En þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því að ég var nú búin að vera týnd í þó nokkur ár áður en ég fékk heilahimnubólguna.“Breytti sú upplifun að vera við dauðans dyr sýn þinni á lífið? „Já, hún gerði það. Sérstaklega varð mér ljóst hvað það er mikið húmbúkk að reyna að lifa lífi sínu eins og maður „á“ að gera. Það skiptir svo miklu máli að þora að vera maður sjálfur og hætta að þóknast. Og sem rithöfundur þarf maður líka að gera sér grein fyrir því að maður er ekki handhafi sannleikans. Það hefur ekkert nýtt verið sagt í heiminum síðan guð má vita hvenær. En hvernig maður splæsir orðunum saman getur þegar best tekst til kannski orðið til þess að maður skapar eitthvað nýtt. Maður á ekki að biðja um meira.“ Hvað skiptir þá mestu máli? „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt. Lykillinn að lífshamingjunni er í barnshjartanu, það er bara þannig. Ég veit að þetta hljómar bæði væmið og vemmilegt, en svona einfaldur er nú sannleikurinn. Ég vildi að við gætum öll haft það að leiðarljósi.“Brot úr DísusöguÍ fjórða kafla bókarinnar lýsir Dísa nauðguninni og því hvernig Gríms kom henni til bjargar.Ég nötraði líka og ég skalf vegna þeirrar áreynslu sem það var mér að rifja upp misnotkun bernsku minnar í ljótum kofa af vondum kalli og syni hans þetta vonda sumar sem pabbi minn og mamma sigldu burt til útlanda með Rangánni. Það var þá, þegar sársaukinn og dauðinn læstu klónum í mig og Guð hvarf úr lífi mínu í eitt skipti fyrir öll, sem hún svarta, freka og grimma Gríms varð til. Hún stóð þarna allt í einu fyrir framan mig í svörtum fötum, með glóandi augun og hörkulegu andlitsdrættina, og hún var með sverð í hendinni og klút um hárið einsog samúræi og hún sveiflaði sverðinu í kringum sig og sagðist skyldu bjarga mér úr helvítis andskotans málunum og hún skyldi sigra og ég skyldi halda kjafti og bíta á jaxlinn. – Ég er komin til að bjarga þér, Dísa litla Gríms, vegna þess að þá þolir þú sársaukann betur og verður ekki eins hrædd. Horfðu bara á mig á meðan þetta gengur yfir. Kreistu höndina mína fast. Lokaðu svo augunum og hugsaðu um hana mömmu þína sem kemur bráðum heim. Hugsaðu um hana mömmu þína og hvað hún er alltaf góð. Hugsaðu um að þú sjáir hana í bláum heimi þar sem engin ský eru á himninum. Hugsaðu að þú sért blá og kunnir að svífa í himninum við hliðina á mömmu þinni. Ég verð hérna og passa að þú finnir ekki til. Ég bít og klóra fyrir þig af því að þú getur það ekki. Ég berst fyrir þig af því að þú kannt það ekki. Hugsaðu um hvað hún mamma þín er mjúk og hlý og hvað það verður gott að taka utan um hana þegar hún kemur aftur heim. Hugsaðu um þegar hún stendur á bryggjunni við hliðina á honum pabba þínum og þau fara að hlæja þegar þau sjá þig. Hugsaðu um systkini þín og hvað þau eru lítil og góð og hvað það er gott að eiga stað með þeim. Hugsaðu um pabba þinn sem treystir þér og veit hvað þú ert dugleg og sterk stelpa. Hugsaðu um hvað það verður gaman þegar þið verðið aftur öll saman á Kleppsveginum. Hugsaðu, Dísa Gríms, hugsaðu. Það bítur ekkert á þig ef þú hugsar og svífur og leyfir mér að ráða, því þá þolirðu allt á milli himinsins og jarðarinnar af því að þú ert í vondum draumi og bráðum lýkur honum og þá verður allt aftur gott og fallegt og ég fer aldrei frá þér. Ég verð alltaf hjá þér og hugsa fyrir þig. Ég verð alltaf hjá þér og hugsa um þig. Ég verð alltaf hjá þér og geymi þig, sagði Gríms, og ég gerði einsog hún sagði. bls. 128-129
Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira