Mammút fékk gullplötu fyrir Karkara Freyr Bjarnason skrifar 23. október 2013 10:23 Hljómsveitin Mammút tekur á móti gullplötunni sem hún fékk fyrir Karkari. fréttablaðið/valli Hljómsveitin Mammút tók á móti gullplötu í gær fyrir að hafa selt síðustu plötu sína, Karkari, í fimm þúsund eintökum. Fimm ár eru liðin síðan þessi önnur plata sveitarinnar kom út. Sú þriðja, Komdu til mín svarta systir, kemur í verslanir á föstudag. „Þetta er rosalega gaman. Sérstaklega að akkúrat þegar hin er að koma út sé þessi að detta í gull á sama tíma,“ segir Arnar Pétursson úr Mammút. „Þetta var svolítið óvænt. Við vissum að hún hafði selst í nokkur þúsund eintökum en höfðum aldrei pælt í því að þetta myndi gerast.“ Nýja platan hefur verið nokkuð lengi í fæðingu. Upptökur hófust sumarið 2012 á Kóngsbakka. Meðlimir Mammúts tóku sér góðan tíma í að nostra við öll smáatriði plötunnar í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Nú þegar hafa tvö lög af henni, Salt og Blóðberg, verið spiluð í útvarpi við góðar undirtektir. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Mammút tók á móti gullplötu í gær fyrir að hafa selt síðustu plötu sína, Karkari, í fimm þúsund eintökum. Fimm ár eru liðin síðan þessi önnur plata sveitarinnar kom út. Sú þriðja, Komdu til mín svarta systir, kemur í verslanir á föstudag. „Þetta er rosalega gaman. Sérstaklega að akkúrat þegar hin er að koma út sé þessi að detta í gull á sama tíma,“ segir Arnar Pétursson úr Mammút. „Þetta var svolítið óvænt. Við vissum að hún hafði selst í nokkur þúsund eintökum en höfðum aldrei pælt í því að þetta myndi gerast.“ Nýja platan hefur verið nokkuð lengi í fæðingu. Upptökur hófust sumarið 2012 á Kóngsbakka. Meðlimir Mammúts tóku sér góðan tíma í að nostra við öll smáatriði plötunnar í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Nú þegar hafa tvö lög af henni, Salt og Blóðberg, verið spiluð í útvarpi við góðar undirtektir.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira