Inntakslaus en afdrifarík frægð Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 23. október 2013 10:00 Vince Vaughn í skýjunum eftir Halldór Armand Ásgeirsson Bækur: Vince Vaughn í skýjunum Halldór Armand Ásgeirsson Mál og menning Fyrsta bók Halldórs Armands Ásgeirssonar heitir Vince Vaughn í skýjunum. Hún lætur ekki mikið yfir sér en inniheldur samnefnda nóvellu (nánast of löng til að geta kallast smásaga og of stutt til að geta kallast skáldsaga) og svo jafn langa sögu sem heitir Hjartað er jójó. Þetta eru forvitnilegar sögur sem fjalla um frægðina; bölvunina og sumpart blessunina sem henni getur fylgt. Frægðin sjálf er innantóm, án inntaks en samt svo mikilvæg. Krakkar svara blákalt aðspurð hvað þau ætli að verða: Fræg. Fyrir hvað? Krakkarnir skilja ekki einu sinni spurninguna. Nú á tímum internets er frægðin skjótfengin, þannig eru þessar sögur beint inn í samtímann. Að gefa út bók er hins vegar með gamla laginu. Og stíllinn á Vince Vaughn í skýjunum er einkennilega gamaldags fyrir svo ungan höfund. Þannig skapast lífsnauðsynleg togstreyta milli umfjöllunarefnis og forms; því öðrum kosti myndi þetta renna saman. Erfitt er að sjá þessar sögur birtast á netinu, þó netið sé sumpart hin miðlæga og hyldjúpa ógn, því þar myndu þær einfaldlega drukkna. Jafnvel þó þær væru með kút og kork. Fyrri sagan er sögð í 3. persónu, af Söru sem starfar í sundlaug. Henni leiðist. Höfundurinn þekkir sögusviðið vel og þangað mæta persónur sem virðast stundum við að grípa athygli lesandans, svo sem gamli maðurinn sem mætir með græn gleraugu á hverjum degi, en fara svo hjá líkt og svipir sem skilja ekki eftir sig spor og hverfa. Hin bláa lykt er yfir öllu. Svo gerist það að Sara nær mynd af sérkennilegri skýjamyndun; leikarinn Vince Vaughn birtist á himnum, Sara nær mynd af þessu, setur á YouTube og verður á allra vörum. Á heimsvísu. Ekki er tilviljun að það er Vince Vaughn sem birtist en ekki einhver annar; tíðindalaus leikari til þess að gera en samt frægur. Vel valið og Vaughn er ánægður með gerninginn. Sagan sem hafði verið merkilega hæg og leitandi, skiptir um gangtegund og tekur á sprett. Og sagan verður að einhverju leyti póstmódernísk þar sem reynt er á þanþol skáldskaparins; skil milli hans og veruleikans. Hver svo sem hann nú er. Eins ólíkindalegt og þetta allt má heita er Hjartað er jójó hálfu ósennilegri og geldur þess eiginlega því erfitt reynist að finna tengingu við söguna. Þetta er 1. persónu frásögn Þóris sem starfar sem Lottókynnir. Hann á í erfiðleikum með sjálfan sig, finnst skjáframinn hafa svikið sig og gengur eiginlega af vitinu. Atburðir verða svo til samræmis við það, með miklum ólíkindum: Fyndir og átakanlegir í senn. Bókin inniheldur forvitnilegar pælingar um samtímann og stöðu fólks í honum. Sjálfsagt að fagna slíkum bókmenntum en stundum vill brenna við að höfundar vilja nálgast samtíma sinn á ská eða hreinlega forðast hann. Gallinn er hins vegar sá að sögurnar eru misgóðar, á stundum fálmkenndar – svona eins ritstjóri útgáfunnar hafi verið hálfsofandi eða á stjákli yfir þessu ágæta efni sem höfundurinn er að leggja til.Niðurstaða: Allrar athygli verðar sögur en fálmkenndar á köflum. Fínt fyrsta verk höfundar. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Vince Vaughn í skýjunum Halldór Armand Ásgeirsson Mál og menning Fyrsta bók Halldórs Armands Ásgeirssonar heitir Vince Vaughn í skýjunum. Hún lætur ekki mikið yfir sér en inniheldur samnefnda nóvellu (nánast of löng til að geta kallast smásaga og of stutt til að geta kallast skáldsaga) og svo jafn langa sögu sem heitir Hjartað er jójó. Þetta eru forvitnilegar sögur sem fjalla um frægðina; bölvunina og sumpart blessunina sem henni getur fylgt. Frægðin sjálf er innantóm, án inntaks en samt svo mikilvæg. Krakkar svara blákalt aðspurð hvað þau ætli að verða: Fræg. Fyrir hvað? Krakkarnir skilja ekki einu sinni spurninguna. Nú á tímum internets er frægðin skjótfengin, þannig eru þessar sögur beint inn í samtímann. Að gefa út bók er hins vegar með gamla laginu. Og stíllinn á Vince Vaughn í skýjunum er einkennilega gamaldags fyrir svo ungan höfund. Þannig skapast lífsnauðsynleg togstreyta milli umfjöllunarefnis og forms; því öðrum kosti myndi þetta renna saman. Erfitt er að sjá þessar sögur birtast á netinu, þó netið sé sumpart hin miðlæga og hyldjúpa ógn, því þar myndu þær einfaldlega drukkna. Jafnvel þó þær væru með kút og kork. Fyrri sagan er sögð í 3. persónu, af Söru sem starfar í sundlaug. Henni leiðist. Höfundurinn þekkir sögusviðið vel og þangað mæta persónur sem virðast stundum við að grípa athygli lesandans, svo sem gamli maðurinn sem mætir með græn gleraugu á hverjum degi, en fara svo hjá líkt og svipir sem skilja ekki eftir sig spor og hverfa. Hin bláa lykt er yfir öllu. Svo gerist það að Sara nær mynd af sérkennilegri skýjamyndun; leikarinn Vince Vaughn birtist á himnum, Sara nær mynd af þessu, setur á YouTube og verður á allra vörum. Á heimsvísu. Ekki er tilviljun að það er Vince Vaughn sem birtist en ekki einhver annar; tíðindalaus leikari til þess að gera en samt frægur. Vel valið og Vaughn er ánægður með gerninginn. Sagan sem hafði verið merkilega hæg og leitandi, skiptir um gangtegund og tekur á sprett. Og sagan verður að einhverju leyti póstmódernísk þar sem reynt er á þanþol skáldskaparins; skil milli hans og veruleikans. Hver svo sem hann nú er. Eins ólíkindalegt og þetta allt má heita er Hjartað er jójó hálfu ósennilegri og geldur þess eiginlega því erfitt reynist að finna tengingu við söguna. Þetta er 1. persónu frásögn Þóris sem starfar sem Lottókynnir. Hann á í erfiðleikum með sjálfan sig, finnst skjáframinn hafa svikið sig og gengur eiginlega af vitinu. Atburðir verða svo til samræmis við það, með miklum ólíkindum: Fyndir og átakanlegir í senn. Bókin inniheldur forvitnilegar pælingar um samtímann og stöðu fólks í honum. Sjálfsagt að fagna slíkum bókmenntum en stundum vill brenna við að höfundar vilja nálgast samtíma sinn á ská eða hreinlega forðast hann. Gallinn er hins vegar sá að sögurnar eru misgóðar, á stundum fálmkenndar – svona eins ritstjóri útgáfunnar hafi verið hálfsofandi eða á stjákli yfir þessu ágæta efni sem höfundurinn er að leggja til.Niðurstaða: Allrar athygli verðar sögur en fálmkenndar á köflum. Fínt fyrsta verk höfundar.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira