Nýi landsliðsþjálfari Króata elskaður og dáður í heimalandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 08:00 Niko Kovac, fyrir miðju, ásamt Lars Lagerbäck og Didier Deschamps, þjálfara Frakka, við dráttinn í umspilið á mánudaginn. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“ Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira