Popp undir áhrifum frá Robyn Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 09:00 Katy Perry hefur sent frá sér nýja plötu. nordicphotos/getty Prism er fjórða hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Katy Perry og kemur hún út á vegum Capitol Records. Upptökur hófust í fyrra eftir að síðasta plata hennar, Teenage Dream frá árinu 2010, hafði verið endurútgefin í mars með aukalögum. Lagasmíðarnar á Prism voru undir miklum áhrifum frá sænskum söngkonum á borð við Robyn og Lykke Li. Samstarfsmenn hennar til margra ára, hinn sænski Max Martin og Dr. Luke, aðstoðuðu hana við upptökur og lagasmíðar, auk þess sem náungar á borð við Cirkut, Greg Wells, Benny Blanco og StarGate lögðu sitt af mörkum. Fyrsta smáskífulag Prism, Roar, kom út í ágúst síðastliðnum og fór umsvifalaust á toppinn á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt fór það á topp tíu í 25 löndum. Hér á landi er það í öðru sæti á Tónlistanum aðra vikuna í röð á eftir Royals með Lorde. Þess má geta að annað lag á plötunni, Ghost, fjallar um misheppnað hjónaband hennar og leikarans Russells Brand. Katy Perry, sem verður 29 ára á morgun, var skírð Katheryn Elizabeth Hudson. Hún fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og hlaut þar trúarlegt uppeldi. Ung að aldri söng hún í kirkjukórum og var fyrsta sólóplatan hennar, Katy Hudson, einmitt kristileg rokkplata sem kom út 2001. Sjö ár liðu þangað til næsta plata, One Of The Boys, kom út og í þetta sinn var hún með risaútgáfuna Captiol Records á bak við sig. Trúartónlistin var horfin á braut og í staðinn komu grípandi popplög með I Kissed a Girl í fararbroddi sem gerði Perry að stjörnu um víða veröld. Platan Teenage Dream sem kom út 2008 festi hana svo endanlega í sessi sem ofurstjörnu í poppinu. Hún fór beint á topp Billboard-listans og tryggði Perry fjölda Grammy-tilnefninga. Hið merkilega er að fyrstu fimm smáskífulög plötunnar náðu efsta sætinu á Billboard. Þar með varð Teenage Dream aðeins önnur platan í sögunni á eftir Bad með Michael Jackson til að innihalda fimm topplög. Um leið varð Perry fyrsta konan í sögunni til að ná þessum árangri. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Prism er fjórða hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Katy Perry og kemur hún út á vegum Capitol Records. Upptökur hófust í fyrra eftir að síðasta plata hennar, Teenage Dream frá árinu 2010, hafði verið endurútgefin í mars með aukalögum. Lagasmíðarnar á Prism voru undir miklum áhrifum frá sænskum söngkonum á borð við Robyn og Lykke Li. Samstarfsmenn hennar til margra ára, hinn sænski Max Martin og Dr. Luke, aðstoðuðu hana við upptökur og lagasmíðar, auk þess sem náungar á borð við Cirkut, Greg Wells, Benny Blanco og StarGate lögðu sitt af mörkum. Fyrsta smáskífulag Prism, Roar, kom út í ágúst síðastliðnum og fór umsvifalaust á toppinn á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt fór það á topp tíu í 25 löndum. Hér á landi er það í öðru sæti á Tónlistanum aðra vikuna í röð á eftir Royals með Lorde. Þess má geta að annað lag á plötunni, Ghost, fjallar um misheppnað hjónaband hennar og leikarans Russells Brand. Katy Perry, sem verður 29 ára á morgun, var skírð Katheryn Elizabeth Hudson. Hún fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og hlaut þar trúarlegt uppeldi. Ung að aldri söng hún í kirkjukórum og var fyrsta sólóplatan hennar, Katy Hudson, einmitt kristileg rokkplata sem kom út 2001. Sjö ár liðu þangað til næsta plata, One Of The Boys, kom út og í þetta sinn var hún með risaútgáfuna Captiol Records á bak við sig. Trúartónlistin var horfin á braut og í staðinn komu grípandi popplög með I Kissed a Girl í fararbroddi sem gerði Perry að stjörnu um víða veröld. Platan Teenage Dream sem kom út 2008 festi hana svo endanlega í sessi sem ofurstjörnu í poppinu. Hún fór beint á topp Billboard-listans og tryggði Perry fjölda Grammy-tilnefninga. Hið merkilega er að fyrstu fimm smáskífulög plötunnar náðu efsta sætinu á Billboard. Þar með varð Teenage Dream aðeins önnur platan í sögunni á eftir Bad með Michael Jackson til að innihalda fimm topplög. Um leið varð Perry fyrsta konan í sögunni til að ná þessum árangri.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira