Töff heild og tælandi söngur Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Komdu til mín svarta systir er fjórða plata Mammút. Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins. Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins.
Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira