Töff heild og tælandi söngur Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Komdu til mín svarta systir er fjórða plata Mammút. Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira