Útlitið er bjart hjá Ásgeiri Trausta Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 11:15 María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00. Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00.
Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira