Grænland var afgerandi áhrifavaldur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 10:00 Kim Leine með verðlaunagripinn Norðurljós en auk hans hlýtur verðlaunahafinn vegleg peningaverðlaun. Mynd/Magnus Froderberg/norden.org Ég var þunglyndur, misnotaði lyf og sat bara og glamraði á gítar allan daginn. Og svo las ég um Grænland,“ sagði bókmenntaverðlaunahafi Norðurlandaráðs, Kim Leine, í viðtali við Berlingske tidende fyrr á þessu ári um upphaf hugmyndarinnar að baki verðlaunabókinni. Tilefni viðtalsins var að bók hans Profeterne i Evighedsfjorden, eða Spámennirnir í Botnleysufirði eins og hún mun heita á íslensku, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem hún svo hlaut á miðvikudaginn. Leine, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, bjó á Grænlandi í 15 ár og lesningin sem hann vísar til í kvótinu hér á undan var grein eftir Mads Lidegaard sem fjallaði um sögu trúboðanna Maríu Magdalenu og Habakúks sem stofnuðu trúarsöfnuð í Botnleysufirði í lok átjándu aldar. „Ég vissi ekki hvers vegna þetta var svona mikilvægt, en sagan lá áfram í undirmeðvitundinni og mig langaði til að skrifa hana,“ segir Leine. Lesturinn á greininni átti sér stað árið 2002, þegar Leine hafði enn ekki skrifað neina skáldsögu, og það var ekki fyrr en árið 2009, eftir að hann hafði gefið út þrjár bækur, sem hann fór fyrir alvöru að vinna í henni. Aðalpersónan er danskur prestur, Morten Falck, sem, út úr hálgerðri neyð, fer til starfa á Grænlandi og verður forvitinn um sögurnar af sértrúarsöfnuðinum í Botnleysufirði. Leine fæddist í Noregi árið 1961 en flutti 17 ára gamall til Danmerkur í þeim tilgangi að kynnast föður sínum sem hann hafði aldrei þekkt. Faðirinn misnotaði hann kynferðislega og til að flýja fortíðina flutti Leine til Grænlands árið 1989 og bjó þar til 2004. „Grænland er afgerandi áhrifavaldur í því að ég náði frelsi en samtímis olli það krísu,“ segir Leine í viðtalinu í Berlingske og bætir við að þegar tveir menningarheimar mætist sé mikil hætta á vandamálum. Í rökstuðningi valnefndar bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir því að veita Spámönnunum í Botnleysufirði verðlaunin segir að bókin sé grípandi söguleg skáldsaga um kúgun og uppreisn, margslungið verk þar sem fram komi andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun. Íslenskir lesendur munu geta lesið bókina á móðurmálinu í mars á næsta ári því rithöfundurinn Jón Hallur Stefánsson vinnur nú af kappi við að þýða hana. Bókaútgáfan Draumsýn gefur bókina út á Íslandi og þar fengust þær upplýsingar að Leine væri væntanlegur til landsins í mars til að fagna útgáfunni og fylgja bókinni úr hlaði. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég var þunglyndur, misnotaði lyf og sat bara og glamraði á gítar allan daginn. Og svo las ég um Grænland,“ sagði bókmenntaverðlaunahafi Norðurlandaráðs, Kim Leine, í viðtali við Berlingske tidende fyrr á þessu ári um upphaf hugmyndarinnar að baki verðlaunabókinni. Tilefni viðtalsins var að bók hans Profeterne i Evighedsfjorden, eða Spámennirnir í Botnleysufirði eins og hún mun heita á íslensku, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem hún svo hlaut á miðvikudaginn. Leine, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, bjó á Grænlandi í 15 ár og lesningin sem hann vísar til í kvótinu hér á undan var grein eftir Mads Lidegaard sem fjallaði um sögu trúboðanna Maríu Magdalenu og Habakúks sem stofnuðu trúarsöfnuð í Botnleysufirði í lok átjándu aldar. „Ég vissi ekki hvers vegna þetta var svona mikilvægt, en sagan lá áfram í undirmeðvitundinni og mig langaði til að skrifa hana,“ segir Leine. Lesturinn á greininni átti sér stað árið 2002, þegar Leine hafði enn ekki skrifað neina skáldsögu, og það var ekki fyrr en árið 2009, eftir að hann hafði gefið út þrjár bækur, sem hann fór fyrir alvöru að vinna í henni. Aðalpersónan er danskur prestur, Morten Falck, sem, út úr hálgerðri neyð, fer til starfa á Grænlandi og verður forvitinn um sögurnar af sértrúarsöfnuðinum í Botnleysufirði. Leine fæddist í Noregi árið 1961 en flutti 17 ára gamall til Danmerkur í þeim tilgangi að kynnast föður sínum sem hann hafði aldrei þekkt. Faðirinn misnotaði hann kynferðislega og til að flýja fortíðina flutti Leine til Grænlands árið 1989 og bjó þar til 2004. „Grænland er afgerandi áhrifavaldur í því að ég náði frelsi en samtímis olli það krísu,“ segir Leine í viðtalinu í Berlingske og bætir við að þegar tveir menningarheimar mætist sé mikil hætta á vandamálum. Í rökstuðningi valnefndar bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir því að veita Spámönnunum í Botnleysufirði verðlaunin segir að bókin sé grípandi söguleg skáldsaga um kúgun og uppreisn, margslungið verk þar sem fram komi andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun. Íslenskir lesendur munu geta lesið bókina á móðurmálinu í mars á næsta ári því rithöfundurinn Jón Hallur Stefánsson vinnur nú af kappi við að þýða hana. Bókaútgáfan Draumsýn gefur bókina út á Íslandi og þar fengust þær upplýsingar að Leine væri væntanlegur til landsins í mars til að fagna útgáfunni og fylgja bókinni úr hlaði.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira