Sigga sýnir líffæri í Svíþjóð Sara McMahon skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Sigríður Heimisdóttir sýnir glerlíffæri sín í einu helsta hönnunargalleríinu í Svíþjóð. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef tekið þátt í samsýningum bæði í Stokkhólmi og annars staðar í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin sem ég held hér. Um er að ræða sýningu í einu fremsta hönnunargalleríi í Svíþjóð, Designgalleriet heitir það. Stefan Nilsson á og rekur galleríið, en hann er einn helsti trendgúrú landsins,“ segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir. Hún opnaði einkasýningu í Designgalleriet í Stokkhólmi í gær þar sem glerlíffæri hennar verða sýnd. „Við Stefan kynntumst fyrir nokkrum árum og í fyrra ákváðum við að setja upp sýningu í kringum glerið sem ég hef verið að vinna fyrir CMOG, stærsta glerlistasafn heims.“ Sigga hefur framleitt líffærin frá árinu 2007 og í línunni eru meðal annars hjörtu, lungu, blóðkorn, risavaxið auga og tennur. „Eitt verkið samanstendur af tveimur ljósbláum lungum og glæru hjarta, því fylgir hljóðverk þar sem hjarta heyrist slá. Þetta verk er innblásið af súrefninu og loftinu sem við öndum að okkur. Næsta mál á dagskrá er að gera manneskju úr glæru gleri, með líffæri í lit,“ útskýrir hún.Sýningunni er ætlað að vekja athygli á nauðsyn líffæragjafa og var fjölmennt á opnun sýningarinnar í gær. „Helstu glerhönnuðir Svía mættu sem og menningarmálaráðherra Svíþjóðar og blaðamenn helstu hönnunartímaritanna.“ Sigga býr á Íslandi en starfar aðallega erlendis. Hún kveðst ekki ætla að halda frekari sýningar í nánustu framtíð enda sé dýrt að flytja líffærin á milli landa. „Það er fáránlega dýrt hobbí að blása gler og flytja það á milli heimsálfa. Það dugir mér að blása til glerveislu einu sinni á ári,“ segir hún að lokum Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég hef tekið þátt í samsýningum bæði í Stokkhólmi og annars staðar í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin sem ég held hér. Um er að ræða sýningu í einu fremsta hönnunargalleríi í Svíþjóð, Designgalleriet heitir það. Stefan Nilsson á og rekur galleríið, en hann er einn helsti trendgúrú landsins,“ segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir. Hún opnaði einkasýningu í Designgalleriet í Stokkhólmi í gær þar sem glerlíffæri hennar verða sýnd. „Við Stefan kynntumst fyrir nokkrum árum og í fyrra ákváðum við að setja upp sýningu í kringum glerið sem ég hef verið að vinna fyrir CMOG, stærsta glerlistasafn heims.“ Sigga hefur framleitt líffærin frá árinu 2007 og í línunni eru meðal annars hjörtu, lungu, blóðkorn, risavaxið auga og tennur. „Eitt verkið samanstendur af tveimur ljósbláum lungum og glæru hjarta, því fylgir hljóðverk þar sem hjarta heyrist slá. Þetta verk er innblásið af súrefninu og loftinu sem við öndum að okkur. Næsta mál á dagskrá er að gera manneskju úr glæru gleri, með líffæri í lit,“ útskýrir hún.Sýningunni er ætlað að vekja athygli á nauðsyn líffæragjafa og var fjölmennt á opnun sýningarinnar í gær. „Helstu glerhönnuðir Svía mættu sem og menningarmálaráðherra Svíþjóðar og blaðamenn helstu hönnunartímaritanna.“ Sigga býr á Íslandi en starfar aðallega erlendis. Hún kveðst ekki ætla að halda frekari sýningar í nánustu framtíð enda sé dýrt að flytja líffærin á milli landa. „Það er fáránlega dýrt hobbí að blása gler og flytja það á milli heimsálfa. Það dugir mér að blása til glerveislu einu sinni á ári,“ segir hún að lokum
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög