Palli gerir tilraun með endurútgáfu Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2013 08:00 Palli í góðu stuði í Fjallsárlóni. Hann ætlar að endurútgefa sex plötur sínar. mynd/lalli sig „Ég er forvitinn að sjá hvernig kúnninn tekur í þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ellefta nóvember ætlar að hann að endurútgefa sex plötur sínar sem margar hafa ekki verið fáanlegar lengi á geisladiskum. Þær verða í tveimur þriggja platna boxum, sem kallast Bláa- og Rauða boxið, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. Plöturnar sem um ræðir eru Palli, Stereo með hljómsveitinni Casino, Ef ég sofna ekki í nótt með hörpuleikaranum Moniku, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Alls verða á þeim þrettán aukalög, mörg hver óútgefin. „Aðdáendur mínir eru búnir að hlaða inn hverju einasta lagi sem ég hef sungið í lífinu, bæði inn á YouTube og á skráaskiptasíður. Allar þessar plötur eru aðgengilegar á netinu. Tilraunin mín felst í því hvað kúnninn gerir þegar hann sér þessar gömlu plötur í föstu formi í svona boxum fyrir ómótstæðilegt verð,“ segir Páll Óskar, sem náði góðum „díl“ hjá geisladiskaverksmiðju í Litháen og í gegnum Myndbandavinnsluna og tókst því að halda verðinu í lágmarki. Sjálfur segist Palli vera sjálfstæður plötuútgefandi, sem þarf að ná inn kostnaðinum við hvert verkefni, jafnvel þótt um endurútgáfu sé að ræða. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en þetta er tilraun sem er vel þess virði að gera.“ Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er forvitinn að sjá hvernig kúnninn tekur í þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ellefta nóvember ætlar að hann að endurútgefa sex plötur sínar sem margar hafa ekki verið fáanlegar lengi á geisladiskum. Þær verða í tveimur þriggja platna boxum, sem kallast Bláa- og Rauða boxið, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. Plöturnar sem um ræðir eru Palli, Stereo með hljómsveitinni Casino, Ef ég sofna ekki í nótt með hörpuleikaranum Moniku, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Alls verða á þeim þrettán aukalög, mörg hver óútgefin. „Aðdáendur mínir eru búnir að hlaða inn hverju einasta lagi sem ég hef sungið í lífinu, bæði inn á YouTube og á skráaskiptasíður. Allar þessar plötur eru aðgengilegar á netinu. Tilraunin mín felst í því hvað kúnninn gerir þegar hann sér þessar gömlu plötur í föstu formi í svona boxum fyrir ómótstæðilegt verð,“ segir Páll Óskar, sem náði góðum „díl“ hjá geisladiskaverksmiðju í Litháen og í gegnum Myndbandavinnsluna og tókst því að halda verðinu í lágmarki. Sjálfur segist Palli vera sjálfstæður plötuútgefandi, sem þarf að ná inn kostnaðinum við hvert verkefni, jafnvel þótt um endurútgáfu sé að ræða. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en þetta er tilraun sem er vel þess virði að gera.“
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira