Allt að því fullkomið Orri Freyr Rúnarsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Hljómsveitin Jagwar Ma stóð sig frábærlega í Listasafni Reykjavíkur. nordicphotos/getty Tónlist Jagwar Ma Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Ástralska hljómsveitin Jagwar Ma er án efa ein sú áhugaverðasta sem hefur komið fram á árinu og er plata hennar, Howlin, til marks um það. Það voru því örugglega margir sem biðu eftir þessum tónleikum sveitarinnar með mikilli eftirvæntingu. Tónlist Jagwar Ma hefur gríðarsterkar vísanir í Madchester-senuna svokölluðu og koma hljómsveitir á borð við Happy Mondays strax upp í hugann. Þeir eru þó langt frá því að vera einhvers konar ábreiðuband og eru algjörlega með sinn eigin stíl. Um leið og fyrstu tónar komu af sviðinu var ljóst að um góða tónleika yrði að ræða. Meðlimir Jagwar Ma, sem eru þrír, voru afar líflegir og virtust skemmta sér vel. Það sama má segja um þá áhorfendur sem voru á staðnum, en þeim hafði fækkað talsvert áður en að yfir lauk og var salurinn einungis hálffullur þegar hljómsveitin steig af sviðinu. Segja má að allt við tónleikana hafi verið nánast fullkomið, hvort sem það snýr að tónlistinni sjálfri, flutningnum, hljóði eða ljósum. Vissulega hefði þó verið gaman að sjá hljómsveit á borð við Jagwar Ma í ögn minni sal sem hefði mögulega hentað henni betur. Þeir áhorfendur sem horfðu á tónleikana hafa þó eflaust áttað sig á því að um alvöru Iceland Airwaves-viðburð var að ræða og það verður afar erfitt að toppa þessa tónleika. Orri Freyr Rúnarsson Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar þar sem allt gekk upp. Gagnrýni Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Jagwar Ma Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Ástralska hljómsveitin Jagwar Ma er án efa ein sú áhugaverðasta sem hefur komið fram á árinu og er plata hennar, Howlin, til marks um það. Það voru því örugglega margir sem biðu eftir þessum tónleikum sveitarinnar með mikilli eftirvæntingu. Tónlist Jagwar Ma hefur gríðarsterkar vísanir í Madchester-senuna svokölluðu og koma hljómsveitir á borð við Happy Mondays strax upp í hugann. Þeir eru þó langt frá því að vera einhvers konar ábreiðuband og eru algjörlega með sinn eigin stíl. Um leið og fyrstu tónar komu af sviðinu var ljóst að um góða tónleika yrði að ræða. Meðlimir Jagwar Ma, sem eru þrír, voru afar líflegir og virtust skemmta sér vel. Það sama má segja um þá áhorfendur sem voru á staðnum, en þeim hafði fækkað talsvert áður en að yfir lauk og var salurinn einungis hálffullur þegar hljómsveitin steig af sviðinu. Segja má að allt við tónleikana hafi verið nánast fullkomið, hvort sem það snýr að tónlistinni sjálfri, flutningnum, hljóði eða ljósum. Vissulega hefði þó verið gaman að sjá hljómsveit á borð við Jagwar Ma í ögn minni sal sem hefði mögulega hentað henni betur. Þeir áhorfendur sem horfðu á tónleikana hafa þó eflaust áttað sig á því að um alvöru Iceland Airwaves-viðburð var að ræða og það verður afar erfitt að toppa þessa tónleika. Orri Freyr Rúnarsson Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar þar sem allt gekk upp.
Gagnrýni Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira