Allt að því fullkomið Orri Freyr Rúnarsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Hljómsveitin Jagwar Ma stóð sig frábærlega í Listasafni Reykjavíkur. nordicphotos/getty Tónlist Jagwar Ma Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Ástralska hljómsveitin Jagwar Ma er án efa ein sú áhugaverðasta sem hefur komið fram á árinu og er plata hennar, Howlin, til marks um það. Það voru því örugglega margir sem biðu eftir þessum tónleikum sveitarinnar með mikilli eftirvæntingu. Tónlist Jagwar Ma hefur gríðarsterkar vísanir í Madchester-senuna svokölluðu og koma hljómsveitir á borð við Happy Mondays strax upp í hugann. Þeir eru þó langt frá því að vera einhvers konar ábreiðuband og eru algjörlega með sinn eigin stíl. Um leið og fyrstu tónar komu af sviðinu var ljóst að um góða tónleika yrði að ræða. Meðlimir Jagwar Ma, sem eru þrír, voru afar líflegir og virtust skemmta sér vel. Það sama má segja um þá áhorfendur sem voru á staðnum, en þeim hafði fækkað talsvert áður en að yfir lauk og var salurinn einungis hálffullur þegar hljómsveitin steig af sviðinu. Segja má að allt við tónleikana hafi verið nánast fullkomið, hvort sem það snýr að tónlistinni sjálfri, flutningnum, hljóði eða ljósum. Vissulega hefði þó verið gaman að sjá hljómsveit á borð við Jagwar Ma í ögn minni sal sem hefði mögulega hentað henni betur. Þeir áhorfendur sem horfðu á tónleikana hafa þó eflaust áttað sig á því að um alvöru Iceland Airwaves-viðburð var að ræða og það verður afar erfitt að toppa þessa tónleika. Orri Freyr Rúnarsson Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar þar sem allt gekk upp. Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Jagwar Ma Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Ástralska hljómsveitin Jagwar Ma er án efa ein sú áhugaverðasta sem hefur komið fram á árinu og er plata hennar, Howlin, til marks um það. Það voru því örugglega margir sem biðu eftir þessum tónleikum sveitarinnar með mikilli eftirvæntingu. Tónlist Jagwar Ma hefur gríðarsterkar vísanir í Madchester-senuna svokölluðu og koma hljómsveitir á borð við Happy Mondays strax upp í hugann. Þeir eru þó langt frá því að vera einhvers konar ábreiðuband og eru algjörlega með sinn eigin stíl. Um leið og fyrstu tónar komu af sviðinu var ljóst að um góða tónleika yrði að ræða. Meðlimir Jagwar Ma, sem eru þrír, voru afar líflegir og virtust skemmta sér vel. Það sama má segja um þá áhorfendur sem voru á staðnum, en þeim hafði fækkað talsvert áður en að yfir lauk og var salurinn einungis hálffullur þegar hljómsveitin steig af sviðinu. Segja má að allt við tónleikana hafi verið nánast fullkomið, hvort sem það snýr að tónlistinni sjálfri, flutningnum, hljóði eða ljósum. Vissulega hefði þó verið gaman að sjá hljómsveit á borð við Jagwar Ma í ögn minni sal sem hefði mögulega hentað henni betur. Þeir áhorfendur sem horfðu á tónleikana hafa þó eflaust áttað sig á því að um alvöru Iceland Airwaves-viðburð var að ræða og það verður afar erfitt að toppa þessa tónleika. Orri Freyr Rúnarsson Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar þar sem allt gekk upp.
Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira