Kraftur leystur úr læðingi Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 12:30 Savages stóð sig vel í Listasafni Reykjavíkur. Mynd/Magnús Elvar Jónsson Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik. Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik.
Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira