Stjórnmálamaður hefði varla haft vit á að hætta Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Ég hélt strax með Jóni Gnarr og hans liði. Besta flokkinn skipaði margt vel menntað fólk, sem tók sig ekki of alvarlega og hafði unnið sigra í lífinu, ólíkt flokkshestum sumra annarra framboða. Það eina sem sætti furðu var að besta liðið vildi fara í pólitík yfirhöfuð. Jón Gnarr staðfesti það sem mig hafði grunað að vinnuumhverfi stjórnmálamanna er gróðrarstía eineltis og persónuárása; ekki ólíkt skólalóðum unglingaskóla, þar sem illa uppdregnir krakkar gera hver öðrum lífið leitt, fullkomlega að óþörfu. Sem betur fer lætur unglingurinn af þessari hegðun þegar hann verður að manni – nema hann verði að stjórnmálamanni. Jón Gnarr varð aldrei stjórnmálamaður. Borgarstjóri Reykjavíkur vakti athygli um allan heim með nýstárlegum aðferðum við að tjá sig. Hann gerði stjórnmál að listaverki. Á sinn græskulausa hátt bylti hann hefðbundnum rökræðum stjórnmálamanna, án þess að segja orð. Til dæmis með því að nýta búningatækni leikarans. Hann klæddist fallegum kjól í gleðigöngu, Obi Wan Kenobi-búningi þegar svo bar undir og bleikum jakkafötum á tyllidögum. Þannig tjáði hann sig skýrar um æskilegan fjölbreytileika mannlífsins en nokkur stjórnmálamaður hafði áður gert í hefðbundinni ræðu. Ég mun sakna Jóns Gnarr. Hins vegar virði ég hann fyrir að kasta frá sér valdasprotanum af fúsum og frjálsum vilja, enda varð hann aldrei stjórnmálamaður. Völdin spilltu honum ekki. Fylgismælingar staðfesta að við borgarbúar hefðum endurráðið hann. En erindi Jóns var að sýna fram á að hægt er að breyta. Það tókst. Við þurfum ekki stjórnmálamenn sem flokksvélarnar hafa sett á stall og útmálað sem ofurmenni. Við þurfum ekki ofurmenni til að stjórna bænum – enda ofurmenni fágæt tegund, stundum hættuleg. Kannski höfum við fengið nóg af flokkum sem krakkar ganga í upp úr fermingu til að læra þessi „trix lýðræðisins“. Ætti kannski að uppræta unglingahreyfingar stjórnmálaflokka þar sem fólki er kennt að fara með innihaldslausa frasa, verja vonlausan málstað og hnýta í náungann? Það virðist alla vega ekki best lengur. Ég vil þakka þér fyrir að gera stjórnmál bærilegri, Jón Gnarr. Ég vona að spor þín séu varanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun
Ég hélt strax með Jóni Gnarr og hans liði. Besta flokkinn skipaði margt vel menntað fólk, sem tók sig ekki of alvarlega og hafði unnið sigra í lífinu, ólíkt flokkshestum sumra annarra framboða. Það eina sem sætti furðu var að besta liðið vildi fara í pólitík yfirhöfuð. Jón Gnarr staðfesti það sem mig hafði grunað að vinnuumhverfi stjórnmálamanna er gróðrarstía eineltis og persónuárása; ekki ólíkt skólalóðum unglingaskóla, þar sem illa uppdregnir krakkar gera hver öðrum lífið leitt, fullkomlega að óþörfu. Sem betur fer lætur unglingurinn af þessari hegðun þegar hann verður að manni – nema hann verði að stjórnmálamanni. Jón Gnarr varð aldrei stjórnmálamaður. Borgarstjóri Reykjavíkur vakti athygli um allan heim með nýstárlegum aðferðum við að tjá sig. Hann gerði stjórnmál að listaverki. Á sinn græskulausa hátt bylti hann hefðbundnum rökræðum stjórnmálamanna, án þess að segja orð. Til dæmis með því að nýta búningatækni leikarans. Hann klæddist fallegum kjól í gleðigöngu, Obi Wan Kenobi-búningi þegar svo bar undir og bleikum jakkafötum á tyllidögum. Þannig tjáði hann sig skýrar um æskilegan fjölbreytileika mannlífsins en nokkur stjórnmálamaður hafði áður gert í hefðbundinni ræðu. Ég mun sakna Jóns Gnarr. Hins vegar virði ég hann fyrir að kasta frá sér valdasprotanum af fúsum og frjálsum vilja, enda varð hann aldrei stjórnmálamaður. Völdin spilltu honum ekki. Fylgismælingar staðfesta að við borgarbúar hefðum endurráðið hann. En erindi Jóns var að sýna fram á að hægt er að breyta. Það tókst. Við þurfum ekki stjórnmálamenn sem flokksvélarnar hafa sett á stall og útmálað sem ofurmenni. Við þurfum ekki ofurmenni til að stjórna bænum – enda ofurmenni fágæt tegund, stundum hættuleg. Kannski höfum við fengið nóg af flokkum sem krakkar ganga í upp úr fermingu til að læra þessi „trix lýðræðisins“. Ætti kannski að uppræta unglingahreyfingar stjórnmálaflokka þar sem fólki er kennt að fara með innihaldslausa frasa, verja vonlausan málstað og hnýta í náungann? Það virðist alla vega ekki best lengur. Ég vil þakka þér fyrir að gera stjórnmál bærilegri, Jón Gnarr. Ég vona að spor þín séu varanleg.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun