XL heillar Evrópubúa 8. nóvember 2013 08:30 Marteinn verður á ferðalagi næstu átta daga. Fréttablaðið/Stefán „Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“ Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira