Bækur þriggja Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum koma út á íslensku í haust, allar hjá Uppheimum, og verður að teljast til tíðinda. Þetta eru skáldsagan Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, nóvellan Umskipti eftir Kínverjann Mo Yan í þýðingu Böðvars Guðmundssonar og heildarsafn allra útgefinna ljóða Svíans Tomasar Tranströmers í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.
Þrír Nóbelsverðlaunahafar á íslensku
