Lager af Land Cruiser Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. nóvember 2013 07:00 Hraðbraut yfir hálendið var eitt af því sem ég grét að ekki var spreðað í í góðærinu. Hálendishraðbraut eða tvöföldun hringvegarins. Slík framkvæmd hefði sjálfsagt sligað okkar auma ríkissjóð en ég meina, af hverju ekki það eins og hvað annað? Það væri þá allavega búið og gert, komið til að vera og til brúks. Sjálfsagt er ekki gáfulegt að hugsa svona, en ég læt það eftir mér. Að baki liggja að sjálfsögðu eingöngu mínir eigin hagsmunir, svona eins og tíðkaðist með hugmyndir í góðærinu yfirleitt, var það ekki? Ég á oft erindi norður og kemst sjaldnar en mig langar. Hálendishraðbrautin kæmi niður nánast við bæjardyrnar á æskuheimilinu fyrir norðan, eða svo gott sem. Svo ég leyfi mér bara dagdrauma um skreppitúra yfir Sprengisand, sem tækju einungis brot af þeim tíma sem það tekur mig núna að skrölta þetta kringum hálft landið. Eða það ímynda ég mér allavega. Mér skilst að menn séu að skoða þetta núna. Það er til félag um framkvæmdina, Hálendisvegur ehf. Ef svona vegur yrði gerður yrði það einkaframkvæmd og greiða þyrfti gjald til að komast yfir. Eins og er í gegnum Hvalfjarðargöngin, og væntanleg Vaðlaheiðargöng. Ég þyrfti hins vegar ekkert í gegnum þau göng ef ég flengdist beint yfir hálendið og gæti bara notað gangatollinn í hálendistollinn. Það er heldur engin sjoppa á Sprengisandi svo ég myndi líka spara mér rándýr hamborgarakaupin í Staðarskála í leiðinni. Verra yrði það kannski með klósettstoppin, sérstaklega ef veðrið væri vont. En hvenær er svo sem ekki vont veður á Íslandi? Ég var nú bara rétt um daginn veðurteppt í Borgarnesi þar sem ófært var undir Hafnarfjalli vegna hvassviðris. Og eigum við Íslendingar ekki heimsmet í jeppaeign og það meira að segja án allra fyrirvara um „miðað við höfðatölu“! Keyptum við ekki upp lagerinn af Land Cruiser þegar best lét? Ég segi að við kýlum á þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Hraðbraut yfir hálendið var eitt af því sem ég grét að ekki var spreðað í í góðærinu. Hálendishraðbraut eða tvöföldun hringvegarins. Slík framkvæmd hefði sjálfsagt sligað okkar auma ríkissjóð en ég meina, af hverju ekki það eins og hvað annað? Það væri þá allavega búið og gert, komið til að vera og til brúks. Sjálfsagt er ekki gáfulegt að hugsa svona, en ég læt það eftir mér. Að baki liggja að sjálfsögðu eingöngu mínir eigin hagsmunir, svona eins og tíðkaðist með hugmyndir í góðærinu yfirleitt, var það ekki? Ég á oft erindi norður og kemst sjaldnar en mig langar. Hálendishraðbrautin kæmi niður nánast við bæjardyrnar á æskuheimilinu fyrir norðan, eða svo gott sem. Svo ég leyfi mér bara dagdrauma um skreppitúra yfir Sprengisand, sem tækju einungis brot af þeim tíma sem það tekur mig núna að skrölta þetta kringum hálft landið. Eða það ímynda ég mér allavega. Mér skilst að menn séu að skoða þetta núna. Það er til félag um framkvæmdina, Hálendisvegur ehf. Ef svona vegur yrði gerður yrði það einkaframkvæmd og greiða þyrfti gjald til að komast yfir. Eins og er í gegnum Hvalfjarðargöngin, og væntanleg Vaðlaheiðargöng. Ég þyrfti hins vegar ekkert í gegnum þau göng ef ég flengdist beint yfir hálendið og gæti bara notað gangatollinn í hálendistollinn. Það er heldur engin sjoppa á Sprengisandi svo ég myndi líka spara mér rándýr hamborgarakaupin í Staðarskála í leiðinni. Verra yrði það kannski með klósettstoppin, sérstaklega ef veðrið væri vont. En hvenær er svo sem ekki vont veður á Íslandi? Ég var nú bara rétt um daginn veðurteppt í Borgarnesi þar sem ófært var undir Hafnarfjalli vegna hvassviðris. Og eigum við Íslendingar ekki heimsmet í jeppaeign og það meira að segja án allra fyrirvara um „miðað við höfðatölu“! Keyptum við ekki upp lagerinn af Land Cruiser þegar best lét? Ég segi að við kýlum á þetta.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun