Þurfum við að vera hrædd? Símon Birgisson skrifar 16. nóvember 2013 11:00 Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Refurinn er hans fyrsta leikstjórnarverkefni í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“ Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira