Karlar með körlum Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 17. nóvember 2013 15:00 Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson. Bækur: Sæmd Guðmundur Andri Thorsson JPV-útgáfa Guðmundur Andri Thorsson er mikill meistari í mannlýsingum í skáldskap. Í nýjustu skáldsögu sinni, Sæmd, málar hann fyrir lesendur eins konar portrett af tveimur þekktum mönnum úr íslenskri menningarsögu: skáldinu og fjölfræðingnum Benedikt Gröndal annars vegar og fræðimanninum og kennaranum Birni M. Ólsen hins vegar. Þeir birtast sem ólíkir menn í sögu Guðmundar Andra: Ólsen strangur, siðavandur og ósveigjanlegur, kallaður Harðstjórinn af skólasveinum, en Gröndal á hinn bóginn breyskur og drykkfelldur en líka tilfinninganæmur og skilningsríkur á bresti í fari annarra. Þessir tveir menn voru um hríð samstarfsmenn við Lærða skólann og Sæmd lýsir árekstri sem verður á milli þeirra innan veggja skólans. Þar kemur til sögunnar þriðja aðalpersóna sögunnar og sögumaður hennar, skólapilturinn Ólafur sem situr að afloknu ævistarfi sínu og lítur til baka. Smávægileg yfirsjón Ólafs verður til þess að ólíkar hugmyndir þessara tveggja manna um sæmd og heiður rekast á. Mynd sögunnar af Gröndal er viðkvæmnisleg og falleg. Hann hefur misst stoð sína og styttu í lífinu, eiginkonuna Ingu, en sambandi hans við dótturina, Túllu litlu, er fallega lýst, þau deila heimi ævintýra og sagna sem verða Gröndal kærkomið athvarf þegar umheimurinn verður honum um megn. Þótt hann sé ekki mikill bógur út á við reynist hann vera sá eini sem getur staðið uppi í hárinu á valdinu. Björn M. Ólsen er að einhverju leyti skúrkurinn í sögunni, en lýsing hans er engu síður áhugaverð en lýsingin á Gröndal, kannski ekki síst vegna þess að hann er ekki eins þekktur og höfundur Dægradvalar og Heljarslóðarorrustu. Björn er, þrátt fyrir allt, klofnari einstaklingur en Gröndal. Hann er umsjónarmaður skólans og við piltana er hann harður og reglufastur svo stappar nærri öfgum. Lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé rangur maður á röngum stað, samt fórnar hann eigin frama til þess að geta sinnt starfi sínu sem kennari ungra pilta. Í einkalífinu á hann sér aðra hlið og mýkri, ekki síst þá sem snýr að ungum fóstursyni hans, Sigga litla, og föður hans og hjartans vini Björns, Sigurði slembi. Í samdrykkjum þeirra og vináttu birtist skýrt að Sæmd er saga um karla í karlaheimi, samheldni þeirra og samtryggingu en líka veikleika þeirra og varnarleysi. Hún er áhugarverð stúdía á því sem kynjafræðingar kalla hómósósíalítet, andlega samkynhneigð karla, ekki síst í efri lögum samfélagsins. Sagan lýsir körlum og drengjum sem lifa í sínum eigin heimi sem er því sem næst kvenmannslaus, þeir eiga forréttindin vís, eru valdastétt í valdalitlu samfélagi, þjakaðir af smáþjóðarmetnaði og minnimáttarkennd. Lýsing sögunnar á þessum heimi er í senn áhugaverð söguleg greining og frábærlega dregnar myndir af eftirminnilegum persónum Íslandssögunnar.Niðurstaða: Meistaralegar mannlýsingar og áhugaverð gegnumlýsing á samfélagi karla í fortíðinni. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Sæmd Guðmundur Andri Thorsson JPV-útgáfa Guðmundur Andri Thorsson er mikill meistari í mannlýsingum í skáldskap. Í nýjustu skáldsögu sinni, Sæmd, málar hann fyrir lesendur eins konar portrett af tveimur þekktum mönnum úr íslenskri menningarsögu: skáldinu og fjölfræðingnum Benedikt Gröndal annars vegar og fræðimanninum og kennaranum Birni M. Ólsen hins vegar. Þeir birtast sem ólíkir menn í sögu Guðmundar Andra: Ólsen strangur, siðavandur og ósveigjanlegur, kallaður Harðstjórinn af skólasveinum, en Gröndal á hinn bóginn breyskur og drykkfelldur en líka tilfinninganæmur og skilningsríkur á bresti í fari annarra. Þessir tveir menn voru um hríð samstarfsmenn við Lærða skólann og Sæmd lýsir árekstri sem verður á milli þeirra innan veggja skólans. Þar kemur til sögunnar þriðja aðalpersóna sögunnar og sögumaður hennar, skólapilturinn Ólafur sem situr að afloknu ævistarfi sínu og lítur til baka. Smávægileg yfirsjón Ólafs verður til þess að ólíkar hugmyndir þessara tveggja manna um sæmd og heiður rekast á. Mynd sögunnar af Gröndal er viðkvæmnisleg og falleg. Hann hefur misst stoð sína og styttu í lífinu, eiginkonuna Ingu, en sambandi hans við dótturina, Túllu litlu, er fallega lýst, þau deila heimi ævintýra og sagna sem verða Gröndal kærkomið athvarf þegar umheimurinn verður honum um megn. Þótt hann sé ekki mikill bógur út á við reynist hann vera sá eini sem getur staðið uppi í hárinu á valdinu. Björn M. Ólsen er að einhverju leyti skúrkurinn í sögunni, en lýsing hans er engu síður áhugaverð en lýsingin á Gröndal, kannski ekki síst vegna þess að hann er ekki eins þekktur og höfundur Dægradvalar og Heljarslóðarorrustu. Björn er, þrátt fyrir allt, klofnari einstaklingur en Gröndal. Hann er umsjónarmaður skólans og við piltana er hann harður og reglufastur svo stappar nærri öfgum. Lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé rangur maður á röngum stað, samt fórnar hann eigin frama til þess að geta sinnt starfi sínu sem kennari ungra pilta. Í einkalífinu á hann sér aðra hlið og mýkri, ekki síst þá sem snýr að ungum fóstursyni hans, Sigga litla, og föður hans og hjartans vini Björns, Sigurði slembi. Í samdrykkjum þeirra og vináttu birtist skýrt að Sæmd er saga um karla í karlaheimi, samheldni þeirra og samtryggingu en líka veikleika þeirra og varnarleysi. Hún er áhugarverð stúdía á því sem kynjafræðingar kalla hómósósíalítet, andlega samkynhneigð karla, ekki síst í efri lögum samfélagsins. Sagan lýsir körlum og drengjum sem lifa í sínum eigin heimi sem er því sem næst kvenmannslaus, þeir eiga forréttindin vís, eru valdastétt í valdalitlu samfélagi, þjakaðir af smáþjóðarmetnaði og minnimáttarkennd. Lýsing sögunnar á þessum heimi er í senn áhugaverð söguleg greining og frábærlega dregnar myndir af eftirminnilegum persónum Íslandssögunnar.Niðurstaða: Meistaralegar mannlýsingar og áhugaverð gegnumlýsing á samfélagi karla í fortíðinni.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira