Kalli tímans ekki svarað Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun