Fólk lýgur ekki upp á sig ærsladraugum og umskiptingum 23. nóvember 2013 13:00 Rakel Garðarsdóttir og Steinar Bragi hafa gaman af draugasögum. Þau segjast vita að skynfæri okkar spanni ekki nema brot af litrófi verunnar Fréttablaðið/Stefán Rakel Garðarsdóttir og Steinar Bragi gáfu nýverið út bókina Reimleikar í Reykjavík. Bókin er byggð á viðtölum við lifandi og í sumum tilfellum dána Íslendinga um nokkrar af alræmdustu draugasögum Reykjavíkur. „Ég hafði lengi safnað að mér draugasögum úr bænum,“ segir Rakel, „eins og hann.“ Hún bendir á Steinar Braga. „Ég hafði samband við Forlagið, kynnti fyrir þeim hugmynd að bókinni og þau vísuðu mér á Steinar. Við hittumst og fengum miðla í lið með okkur, bönkuðum upp á hér og þar og fundum fleiri sögur. Loks völdum við úr það besta og Steinar Bragi færði í stílinn.“ Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni, bæði nýjar og gamlar, og aftast er kort þar sem byggingarnar eru merktar inn á. „Því er alveg kjörið að fara draugarúnt með fjölskyldunni,“ segir Rakel.Það rúmast fleira í þessum heimi en brauð og ví-si-ndi! Þeim finnst báðum draugasögur skemmtilegar og þær höndli alveg áreiðanlega með furður mannsandans. „Ég treysti líka fólki til þess, alla jafna, að ljúga ekki upp á sig mörgum ærsladraugum og umskiptingum – það er ekki eins og það njóti upphefðar af því. Ég veit líka að skynfæri okkar spanna ekki nema brot af litrófi verunnar, og er ekki bjánalegt að eigra aleinn um miðnæturmyrkrið veifandi vasaljósi, neitandi myrkri? Það rúmast fleira í þessum heimi en brauð og ví-si-ndi!“ segir Steinar Bragi. En skyldu þessar draugasögur sem þau hafa valið eiga eitthvað sameiginlegt? Skyldi vera einhver rauður þráður, sem gengur í gegnum þær allar? Rakel jánkar því og segir: „Við lögðum upp með að finna nýjar og sem minnst þekktar sögur, og höfðum sem skilyrði að þær hefðu ekki áður verið skrásettar. Sumar rötuðu á pappír með hjálp miðla sem fóru með okkur í byggingarnar. En áherslan var á þær sem féllu vel að lengri söguþræði, væru ekki eintómar atvikalýsingar sem nóg er af í bænum en leiða aldrei að neinu meira – brak í gólfi, dularfull lykt, spilað á píanó þar sem enginn er. Í stað þess að koma okkur upp tæmandi lista af braki bæjarins vildum við persónugera vandann, nálgast furðurnar með upphafi, miðju og endi.“Bókin verður að þáttum Ætlunin er að búa svo til þáttaröð úr bókinni – með hvaða sniði verða þættirnir? Þættirnir verða ansi ólíkir bókinni, segir Rakel sem sýslar með þáttagerðina. „Stjórnandi þáttarins gengur um götur Reykjavíkur með hinum ýmsum viðmælendum og kynnir fyrir áhorfandanum valdar byggingar sem allar búa yfir draugasögum. Við spjöllum við fólk sem hefur upplifað eitthvað óvenjulegt í byggingunum og blöndum inn í þetta gömlu myndefni. Byggingarnar eru allar þekktar byggingar í Reykjavík og með þessu fær áhorfandinn heima í stofu nýja sýn á Reykjavík og þær fallegu byggingar sem í henni standa en vilja gleymast í hraða dagsins.“ Þau hafa bæði áhuga á frekara samstarfi. „Draugatrú hefur fylgt okkur Íslendingum afar lengi – en lítið verið tekið saman af sögum nú í seinni tíð,“ segir Rakel, „Ég er alveg til í að safna fleiri svona frábærum sögum saman, með honum Steinari Braga, áður en allar þessa sögur sem í dag eru munnmælasögur, gleymast að eilífu,“ heldur hún áfram. „Já, það þarf að klára þetta land,“ segir Steinar, „kíkja á það sem hefur gerst nýlega í eyðibýlum, hellum, gljúfrum, jöklum, ám og á söndunum og fara svo á sjóinn – það er svo margt sokkið og sjórekið. Ég heyrði af þorsktorfu sem gengi aftur í hausnum á forstjóra Samherja, verðum við ekki að skoða það?“ segir Steinar Bragi að lokum. Núllið í BankastrætiJóhann Páll Valdimarsson„Núllið í Bankastræti - brot úr Reimleikum í Reykjavík:Núllið í Bankastræti var opnað 17. júní árið 1930, sama dag og Hótel Borg en með minni viðhöfn. Það var með elstu almenningssalernum Reykjavíkur og fékk nafn sitt af stöðu sinni neðst í Bankastræti, en kannski einnig af dulvitaðri löngun til að breiða yfir óaflátanlega losunarkröfu líkamans. Samkvæmt Sigmund Freud er slíkt yfirklór ávísun á nevrósu.Árið 2005 var kvennadeild Núllsins lokað en hinum megin götunnar (Stjórnarráðsmegin) var karladeildin gerð samkynja þartil einnig henni var lokað ári síðar. Í aðdraganda lokunarinnar var einn klósettvarðanna með hærri laun en borgarstjórinn, og þarmeð hæstlaunaði starfsmaður borgarinnar, vegna óhóflegs svigrúms til yfirvinnu sem hann ku hafa nýtt sér – að sumra sögn vegna ítrekaðra veikindaleyfa samstarfsmanns hans. Raunar er löng hefð fyrir því að klósettverðir beggja megin götu hafi reynst klókir í viðskiptum; framan af rekstri klósettanna gátu konur nálgast pottaleppa, klukkustrengi og dömubindi sunnanmegin, en karlarnir rakspíra, greiður og smokka norðanmegin.Með tímanum urðu klósettin subbulegri, þau urðu vinsæl hjá sprautufíklum, sniffurum, hórum, rúnkurum og unglingum, og um helgar, þegar opið var fram á nótt, leitaði fólk af öllum stéttum þangað inn til að halda framhjá mökum sínum eða kasta upp. Eftir að Núllinu var lokað hefur sest að fúi í gólfi og veggjum, flísar fallið af veggjum og brotnað og fólk brotist inn og gengið erinda sinna alls staðar nema í klósettin. Hugmyndir eru uppi um að opna þar myndlistargallerí. Við karlaklósettin, bakatil, má gægjast inn um lítinn glugga og ef lýst er inn um hann með vasaljósi sjást þar rottur og í mildu veðri má greina í þeim tístið.Hvað varðar reimleika á Núllinu sást þar löngum til eldri manns í rakaraslopp sem talinn var einn af fyrstu klósettvörðunum. Lítið bar á honum en þó settist hann á stól í varðarklefanum, skipti um klósettrúllu, gekk sópandi um gólf og drollaði stundum í gættinni. Í seinni tíð hefur sést til hans neðst í tröppunum þar sem hann gægist upp úr þessu handanlífi sínu og fylgist með fólkinu streyma hjá, svipurinn hvorki tiltakanlega glaður né týndur. Kannski veltir hann því fyrir sér hversu fáir komi nú í heimsókn, eða gáir til veðurs, og kannski er veðrið alltaf jafn grátt. Sjáðu ljósið, maður!“ Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Rakel Garðarsdóttir og Steinar Bragi gáfu nýverið út bókina Reimleikar í Reykjavík. Bókin er byggð á viðtölum við lifandi og í sumum tilfellum dána Íslendinga um nokkrar af alræmdustu draugasögum Reykjavíkur. „Ég hafði lengi safnað að mér draugasögum úr bænum,“ segir Rakel, „eins og hann.“ Hún bendir á Steinar Braga. „Ég hafði samband við Forlagið, kynnti fyrir þeim hugmynd að bókinni og þau vísuðu mér á Steinar. Við hittumst og fengum miðla í lið með okkur, bönkuðum upp á hér og þar og fundum fleiri sögur. Loks völdum við úr það besta og Steinar Bragi færði í stílinn.“ Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni, bæði nýjar og gamlar, og aftast er kort þar sem byggingarnar eru merktar inn á. „Því er alveg kjörið að fara draugarúnt með fjölskyldunni,“ segir Rakel.Það rúmast fleira í þessum heimi en brauð og ví-si-ndi! Þeim finnst báðum draugasögur skemmtilegar og þær höndli alveg áreiðanlega með furður mannsandans. „Ég treysti líka fólki til þess, alla jafna, að ljúga ekki upp á sig mörgum ærsladraugum og umskiptingum – það er ekki eins og það njóti upphefðar af því. Ég veit líka að skynfæri okkar spanna ekki nema brot af litrófi verunnar, og er ekki bjánalegt að eigra aleinn um miðnæturmyrkrið veifandi vasaljósi, neitandi myrkri? Það rúmast fleira í þessum heimi en brauð og ví-si-ndi!“ segir Steinar Bragi. En skyldu þessar draugasögur sem þau hafa valið eiga eitthvað sameiginlegt? Skyldi vera einhver rauður þráður, sem gengur í gegnum þær allar? Rakel jánkar því og segir: „Við lögðum upp með að finna nýjar og sem minnst þekktar sögur, og höfðum sem skilyrði að þær hefðu ekki áður verið skrásettar. Sumar rötuðu á pappír með hjálp miðla sem fóru með okkur í byggingarnar. En áherslan var á þær sem féllu vel að lengri söguþræði, væru ekki eintómar atvikalýsingar sem nóg er af í bænum en leiða aldrei að neinu meira – brak í gólfi, dularfull lykt, spilað á píanó þar sem enginn er. Í stað þess að koma okkur upp tæmandi lista af braki bæjarins vildum við persónugera vandann, nálgast furðurnar með upphafi, miðju og endi.“Bókin verður að þáttum Ætlunin er að búa svo til þáttaröð úr bókinni – með hvaða sniði verða þættirnir? Þættirnir verða ansi ólíkir bókinni, segir Rakel sem sýslar með þáttagerðina. „Stjórnandi þáttarins gengur um götur Reykjavíkur með hinum ýmsum viðmælendum og kynnir fyrir áhorfandanum valdar byggingar sem allar búa yfir draugasögum. Við spjöllum við fólk sem hefur upplifað eitthvað óvenjulegt í byggingunum og blöndum inn í þetta gömlu myndefni. Byggingarnar eru allar þekktar byggingar í Reykjavík og með þessu fær áhorfandinn heima í stofu nýja sýn á Reykjavík og þær fallegu byggingar sem í henni standa en vilja gleymast í hraða dagsins.“ Þau hafa bæði áhuga á frekara samstarfi. „Draugatrú hefur fylgt okkur Íslendingum afar lengi – en lítið verið tekið saman af sögum nú í seinni tíð,“ segir Rakel, „Ég er alveg til í að safna fleiri svona frábærum sögum saman, með honum Steinari Braga, áður en allar þessa sögur sem í dag eru munnmælasögur, gleymast að eilífu,“ heldur hún áfram. „Já, það þarf að klára þetta land,“ segir Steinar, „kíkja á það sem hefur gerst nýlega í eyðibýlum, hellum, gljúfrum, jöklum, ám og á söndunum og fara svo á sjóinn – það er svo margt sokkið og sjórekið. Ég heyrði af þorsktorfu sem gengi aftur í hausnum á forstjóra Samherja, verðum við ekki að skoða það?“ segir Steinar Bragi að lokum. Núllið í BankastrætiJóhann Páll Valdimarsson„Núllið í Bankastræti - brot úr Reimleikum í Reykjavík:Núllið í Bankastræti var opnað 17. júní árið 1930, sama dag og Hótel Borg en með minni viðhöfn. Það var með elstu almenningssalernum Reykjavíkur og fékk nafn sitt af stöðu sinni neðst í Bankastræti, en kannski einnig af dulvitaðri löngun til að breiða yfir óaflátanlega losunarkröfu líkamans. Samkvæmt Sigmund Freud er slíkt yfirklór ávísun á nevrósu.Árið 2005 var kvennadeild Núllsins lokað en hinum megin götunnar (Stjórnarráðsmegin) var karladeildin gerð samkynja þartil einnig henni var lokað ári síðar. Í aðdraganda lokunarinnar var einn klósettvarðanna með hærri laun en borgarstjórinn, og þarmeð hæstlaunaði starfsmaður borgarinnar, vegna óhóflegs svigrúms til yfirvinnu sem hann ku hafa nýtt sér – að sumra sögn vegna ítrekaðra veikindaleyfa samstarfsmanns hans. Raunar er löng hefð fyrir því að klósettverðir beggja megin götu hafi reynst klókir í viðskiptum; framan af rekstri klósettanna gátu konur nálgast pottaleppa, klukkustrengi og dömubindi sunnanmegin, en karlarnir rakspíra, greiður og smokka norðanmegin.Með tímanum urðu klósettin subbulegri, þau urðu vinsæl hjá sprautufíklum, sniffurum, hórum, rúnkurum og unglingum, og um helgar, þegar opið var fram á nótt, leitaði fólk af öllum stéttum þangað inn til að halda framhjá mökum sínum eða kasta upp. Eftir að Núllinu var lokað hefur sest að fúi í gólfi og veggjum, flísar fallið af veggjum og brotnað og fólk brotist inn og gengið erinda sinna alls staðar nema í klósettin. Hugmyndir eru uppi um að opna þar myndlistargallerí. Við karlaklósettin, bakatil, má gægjast inn um lítinn glugga og ef lýst er inn um hann með vasaljósi sjást þar rottur og í mildu veðri má greina í þeim tístið.Hvað varðar reimleika á Núllinu sást þar löngum til eldri manns í rakaraslopp sem talinn var einn af fyrstu klósettvörðunum. Lítið bar á honum en þó settist hann á stól í varðarklefanum, skipti um klósettrúllu, gekk sópandi um gólf og drollaði stundum í gættinni. Í seinni tíð hefur sést til hans neðst í tröppunum þar sem hann gægist upp úr þessu handanlífi sínu og fylgist með fólkinu streyma hjá, svipurinn hvorki tiltakanlega glaður né týndur. Kannski veltir hann því fyrir sér hversu fáir komi nú í heimsókn, eða gáir til veðurs, og kannski er veðrið alltaf jafn grátt. Sjáðu ljósið, maður!“
Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira