Myndlist á Íslandi í háum gæðaflokki Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. nóvember 2013 09:00 Steinunn segir fáa átta sig á hversu mikilvægt sé að styðja við myndlist. Steinunn segir það muni skila sér margfalt tilbaka. MYND/Bragi Þór Verkið Hliðstæður eftir Steinunni Þórarinsdóttur var í síðustu viku sett upp við flugvöllinn í San Diego í Kaliforníu. Steinunn hefur síðustu ár sýnt verk sín víða um heim og uppskorið mikla athygli. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni. Ég hef verið að starfa og sýna víða og er með gallerí sem starfa fyrir mig í London, Kaupmannahöfn, Toronto og í Bandaríkjunum,” segir Steinunn, sem er nú með sýningu í Tveimur Hröfnum í Reykjavík. Sýningin er fyrsta einkasýning hennar hér á landi síðan 2006 en henni lýkur 30. nóvember. „Það er frábært að sýna í Gallerí Tveimur Hröfnum. Þar er unnið faglegt og gott starf. Ekki veitir af því að auka við flóruna hér á Íslandi. Ég er þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis. Það er svo gott að finna að það sem maður gerir sé metið. Mér finnst líka gaman að sýna á Íslandi þar sem ræturnar liggja.” Steinunn segir myndlistina á Íslandi í háum gæðaflokki og ótrúlega mikið að gerast. Það vanti samt opinberan stuðning því fáir átti sig á því hversu mikilvæg myndlistin er. „Akkúrat núna ætti að styðja við hana en ekki draga úr stuðningi eins og virðist vera að gerast. Það mun skila sér margfalt.”Verkið eftir Steinunni Þórarinsdóttur heitir Hliðstæður og var sett upp í síðustu viku við flugvöllinn í San Diego.MYND/Brian LockhartVerk eftir Steinunni er að finna víða. „Mörg útiverka minna hafa verið risaverkefni í rauninni, eins og minnisvarðinn Voyage í Hull og För á Vík í Mýrdal. Þetta er eitt listaverk í tveimur löndum. Þau voru afhjúpuð með viku millibili. Það furðulegasta sem komið hefur fyrir á mínum ferli var svo þegar verkinu í Hull var stolið ofan af 4 metra hárri stuðlabergssúlu. Þetta voru einhverjir galdramenn og verkið fannst aldrei. Sem betur fer var systurverkið til í Vík þannig hægt var að taka mót af þeirri fígúru og steypa aftur verkið fyrir Hull. Síðan var verkið endurafhjúpað í fyrra. Þá leið mér eins og Bill Murray í kvikmyndinni Groundhog Day en hann vaknaði alltaf upp við endurtekningu á sama degi.“ Framundan hjá Steinunni er sýning í Kaupmannahöfn í vor og einnig stór sýning hjá þekktum listaverkasafnara á einni stærstu vínekru í Vancouver í Kanada, Mission Hill Family Estate. Hún kynntist eigendunum fyrst á Íslandi. „Við hittumst hjá sameiginlegum vinum, Luis og Mary Arreaga, sendiherrahjónum Bandaríkjanna hér á landi. Þetta verður stórt verkefni sem gaman verður að takast á við,” segir Steinunn að lokum. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verkið Hliðstæður eftir Steinunni Þórarinsdóttur var í síðustu viku sett upp við flugvöllinn í San Diego í Kaliforníu. Steinunn hefur síðustu ár sýnt verk sín víða um heim og uppskorið mikla athygli. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni. Ég hef verið að starfa og sýna víða og er með gallerí sem starfa fyrir mig í London, Kaupmannahöfn, Toronto og í Bandaríkjunum,” segir Steinunn, sem er nú með sýningu í Tveimur Hröfnum í Reykjavík. Sýningin er fyrsta einkasýning hennar hér á landi síðan 2006 en henni lýkur 30. nóvember. „Það er frábært að sýna í Gallerí Tveimur Hröfnum. Þar er unnið faglegt og gott starf. Ekki veitir af því að auka við flóruna hér á Íslandi. Ég er þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis. Það er svo gott að finna að það sem maður gerir sé metið. Mér finnst líka gaman að sýna á Íslandi þar sem ræturnar liggja.” Steinunn segir myndlistina á Íslandi í háum gæðaflokki og ótrúlega mikið að gerast. Það vanti samt opinberan stuðning því fáir átti sig á því hversu mikilvæg myndlistin er. „Akkúrat núna ætti að styðja við hana en ekki draga úr stuðningi eins og virðist vera að gerast. Það mun skila sér margfalt.”Verkið eftir Steinunni Þórarinsdóttur heitir Hliðstæður og var sett upp í síðustu viku við flugvöllinn í San Diego.MYND/Brian LockhartVerk eftir Steinunni er að finna víða. „Mörg útiverka minna hafa verið risaverkefni í rauninni, eins og minnisvarðinn Voyage í Hull og För á Vík í Mýrdal. Þetta er eitt listaverk í tveimur löndum. Þau voru afhjúpuð með viku millibili. Það furðulegasta sem komið hefur fyrir á mínum ferli var svo þegar verkinu í Hull var stolið ofan af 4 metra hárri stuðlabergssúlu. Þetta voru einhverjir galdramenn og verkið fannst aldrei. Sem betur fer var systurverkið til í Vík þannig hægt var að taka mót af þeirri fígúru og steypa aftur verkið fyrir Hull. Síðan var verkið endurafhjúpað í fyrra. Þá leið mér eins og Bill Murray í kvikmyndinni Groundhog Day en hann vaknaði alltaf upp við endurtekningu á sama degi.“ Framundan hjá Steinunni er sýning í Kaupmannahöfn í vor og einnig stór sýning hjá þekktum listaverkasafnara á einni stærstu vínekru í Vancouver í Kanada, Mission Hill Family Estate. Hún kynntist eigendunum fyrst á Íslandi. „Við hittumst hjá sameiginlegum vinum, Luis og Mary Arreaga, sendiherrahjónum Bandaríkjanna hér á landi. Þetta verður stórt verkefni sem gaman verður að takast á við,” segir Steinunn að lokum.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira